Bandaríkjamenn eru gríðarlega ósáttir með landsliðsþjálfara sinn Gregg Berhalter þrátt fyrir sigur á dögunum gegn Jamaíka.
Heimir Hallgrímsson er þjálfari Jamaíka en Íslendingurinn og hans menn töpuðu 3-1 gegn Bandaríkjunum.
Jamaíka skoraði eftir aðeins 30 sekúndur í þessum leik og jafnaði Bandaríkin svo í uppbótartíma.
Framlenging var því hafin þar sem Bandaríkjamenn skoruðu tvö mörk og unnu 3-1 sigur í undanúrslitum Þjóðadeildar Concacaf.
Þrátt fyrir sigurinn eru Bandaríkjamenn mjög ósáttir með frammistöðu liðsins og kalla eftir því að Berhalter verði rekinn.
Bandaríkin mun spila við Mexíkó í úrslitaleiknum en Jamaíka mætir Panama í leik um þriðja sætið.