Marcus Rashford gæti jafnað undarlegt met á næstu dögum er England spilar við Belgíu og Brasilíu í vináttulandsleikjum.
Rashford á að baki 59 landsleiki fyrir England og í þeim hefur hann skorað 17 mörk sem er fínn árangur.
Rashford hefur komið 33 sinnum inná sem varamaður í þessum leikjum en hann hefur ekki alltaf verið byrjunarliðsmaður fyrir þjóð sína.
Jermain Defoe á metið fyrir flesta leiki sem varamaður en hann kom inná 35 sinnum í 57 leikjum.
Rashford þyrfti að koma inná í báðum þessum leikjum og þá jafnar hann met Defoe með 35 leiki sem varamaður.
Fyrri leikurinn er gegn Brasilíu í kvöld klukkan 19:00.