Það er í raun ótrúlegt að greina frá því að þýska landsliðið mun ekki spila í treyjum Adidas frá árinu 2027.
Frá þessu er greint í dag en Þýskaland hefur gert samning við Nike sem gildir til ársins 2034.
Þýskaland hefur spilað í fatnaði frá Adidas í heil 70 ár og eru fáir sem hafa séð liðið undir öðru merki.
Adidas mun þó sjá um treyjur Þýskalands á HM 2026 sem og á Evrópumeistaramótinu sem fer fram í sumar.
Samningur Þýskalands við Adidas rennur út í desember árið 2026.