Joan Laporta, forseti Barcelona, hefur varað Real Madrid við því að fá inn Kylian Mbappe í sumar.
Mbappe er einn besti leikmaður heims en hann spilar með Paris Saint-Germain en verður samningslaus í sumar.
Allar líkur eru á að Mbappe semji við Real og verður hann klárlega launahæsti leikmaður félagsins.
Real gæti þó þurft að selja stórt í sumar til að standast reglur UEFA og gæti það haft slæm áhrif á andrúmsloftið að sögn Laporta.
,,Þú þarft að selja leikmann ef Mbappe á að koma inn, ekki rétt?“ sagði Laporta í samtali við Mundo Deportivo.
,,Talandi um þessi laun sem hann mun fá, þetta mun hafa áhrif á búningsklefann, klárlega. Þetta er engin gjöf fyrir þá.“