fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fókus

Hatrammar erfðadeilurnar enn í fullum gangi 15 árum eftir andlátið – Nú hefur móður söngvarans verið stefnt af syni hans

Fókus
Föstudaginn 22. mars 2024 19:30

Poppgoðið var skuldum vafið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erfðamál eru til þess fallin að sundra fjölskyldum og sannast þá gjarnan máltækið að margur verður af aurum api. Nú logar allt í illdeilum hjá fjölskyldu tónlistarmannsins Michael Jackson, en deilurnar eru í kjarnann erfðamál.

Eftir að poppgoðsögnin féll frá tók dánarbú við réttindum og skyldum, en söngvarinn lét eftir sig töluverðar eignir. Verðmætasta eignin er líklega höfundarréttur laga söngvarans, en þau eru metin á milljarða. Skiptastjórar dánarbúsins munu vera að undirbúa sölu á þessum réttindum, en því hefur móðir söngvarans, Katherine, mótmælt.

Hún hefur höfðað mál gegn dánarbúinu til að koma í veg fyrir „ótilgreindan viðskiptagerning“ en líklegast þykir að þar sé um sölu réttindanna að ræða. Til að fjármagna þessi málaferli fór Katherine í desember fram á að dánarbúið myndi greiða lögmannskostnað hennar. Hún tapaði þó málinu en ákvað að láta það ekki stöðva sig og hefur áfrýjað niðurstöðunni.

Ekki varð það til að lægja neinar öldur þar sem yngsti sonur Jackson, Bigi, hefur nú stefnt ömmu sinni til að koma í veg fyrir að hún rýri arf hans með rándýrum málaferlum. Bigi segir ljóst að áfrýjun muni engu breyta og aðeins sé um sóun á tíma og peningum að ræða. Sérstaklega í því samhengi að Katherine er ekki með einn lögmann heldur teymi fjögurra lögmanna sem allir rukka rúmlega 100 þúsund krónur fyrir hverja unna klukkustund.

Þessi afstaða Bigi er líklega skiljanleg í ljósi þess að í vikunni greindu fréttamiðlar frá því að Katherine hafi fengið rúmlega 7,6 milljarð greiddan frá dánarbúinu frá því að Jackson lést árið 2009. Þessar greiðslur samanstanda af vasapeninga sem Katherine fær greiddan mánaðarlega og nemur 22 milljónum, og svo af kaupum á íburðarmikilli fasteign og umfangsmiklum endurbótum á henni.

Bigi segir ljóst að amma hans sé fullfær um að borga sinn eigin lögmannskostnað með vasapeningunum sínum. Hún hafi fengið nóg.

Fjölskylda Jackson hefur rifist um arfinn í 15 ár. Jackson arfleiddi allar eignir sínar til móður sinnar og barna sinna þriggja. Hann á þó fjölda systkina sem gerðu athugasemdir við erfðaskránna og sökuðu skiptastjóra um svik og að hafa ráðskast með móður þeirra. Bróðir Jackson, Randy, gekk svo langt að saka skiptastjóra um að hafa falsað undirskrift poppstjörnunnar á erfðaskránna.

Heimildir herma að systkini Jackson hafi reiknað með hlutdeild í arfinum og fengið áfall þegar nöfn þeirra komu hvergi fram í erfðaskrá. Jackson hafði greitt systkinum sínum vasapeninga en þær greiðslur stoppuðu eftir andlát hans.

Það reyndist svo olía á eldinn þegar opinberað var að skiptastjórar reiknuðu sér 10 prósent þóknun. Og það jafnvel þó skiptastjórar hafi tekið við skuldugu búi sem sé í dag metin á hundruð milljarða. Þessi árangur náðist með sölu eigna söngvarans á borð við hlutdeild í höfundarrétti Bítlanna, með útgáfu á óútgefnu efni söngvarans og með samstarfsverkefni við sirkusinn Cirque du Soleil.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram