Samkvæmt enskum blöðum í dag hafa Bayern Munich, Bayer Leverkusen, og VFB Stuttgart öll áhuga á Erik ten Hag, stjóra Manchester United.
Möguleiki er á því að Untied ákveði að reka Ten Hag í sumar eftir erfitt tímabil.
Bayern er að leita að þjálfara og möguleiki er á að Leverkusen þurfi að gera það líka. Xabi Alonso þjálfari Leverkusen er efstur á blaði hjá Bayern og Liverpool.
Erik ten Hag var áður þjálfari varaliðs Bayern og þar á bæ eru menn sagðir hrifnir af vinnubrögðum Ten Hag.
Ten Hag er á sínu öðru tímabili með Manchester Untied en staða hans verður skoðuð á næstu vikum af Sir Jim Ratcliffe.