Þann 24. febrúar deildi Holly Burt sem býr í London stuttu myndbandi á TikTok. Þar má sjá hana bíða við stofugluggann heima hjá sér eftir að eiginmaður hennar, Emre Okay, færi framhjá í tveggja hæða Londonstrætó, svo hann geti veifað henni þegar hann er á heimleið frá vinnu.
„Á hverju kvöldi kemur maðurinn minn heim úr vinnunni, hann hringir í mig úr strætó og vill að ég veifi honum úr stofunni okkar,“ skrifar Burt við myndbandið, þar sem vagninn keyrir eftir fjölfarinni götunni. Undir hljómar lag ABBA, Waterloo.
„Ég giftist golden retriever,“ skrifaði Burt í gríni, en gælunafnið vísar til maka sem er afslappaður og gerir það frekar einfalt að viðhalda hamingjusömu og ánægjulegu sambandi.
@holly_burt I married a golden retriver #marriage #couple #fyp #london ♬ Waterloo – Originally Performed By ABBA – The Musicworker’s Gang
Parið hóf samband sitt árið 2016 eftir að þau kynntust við störf í tæknigeiranum, en Burt vinnur heiman frá meðan, enOkay ferðast með strætó til og frá vinnu. „Við búum í mjög flottri horníbúð með stórum gluggum, þannig að annað hvort er ég í eldhúsinu og horfi á strætóinn koma framhjá eða ég er í stofunni,“ segir Burt.
Myndbandið hefur fengið yfir 20 milljónir áhorfa, 2,7 milljónir hafa látið sér líka við það og þúsundir skrifað athugasemdir.
Eiginmaðurinn er á ferðalagi í Þýskalandi, ekki á TikTok og getur því ekki sjálfur séð hversu vinsæll hann er á samfélagsmiðlinum. „Hann hringir í mig á þriggja tíma fresti eða svo og spyr: „Hver er talan núna?“ Mér finnst þetta fyndið vegna þess að ég hef verið í sviðsljósinu áður og Emre er ekki á samfélagsmiðlum og skilur í raun ekki hvað er að gerast,“ segir Burt sem er með þúsundir fylgjenda á TikTok og Instagram.