fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Aldrei lognmolla hjá Kötlu – „Pungsi minn það hefur ekki verið lognmolla frá því ég hitti þig“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 22. mars 2024 13:31

Katla Hreiðarsdóttir Mynd Facebook: Unnur Magna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katla Hreiðarsdóttir eigandi verslunarinnar Systur og makar er fertug í dag og notaði stórafmælisdaginn meðal annars í að tilkynna fjölgun í fjölskyldunni. Hún og eiginmaður hennar, Haukur Unnar Þorkelsson, eiga von á sínu þriðja barni í september.

„Bullandi hamingjusöm 40 ára baunadós á fullri ferð. (Eða sko 39 ára.. ég ætla aðeins að seinka stórafmælinu.) Fjölskyldan stækkar þegar Daðlan mætir í sept en ég er að detta í 15 vikur á mánudaginn,“ segir Katla í færslu á samfélagsmiðlum.

Ekki er langt síðan að Katla sagði frá því að fjölskyldan væri að hugsa sér til hreyfings og íbúð þeirra í Hafnarfirði væri komin á söluna. Þannig að daginn í dag nýttu þau líka til að skrifa undir kaupsamning á einbýlishúsi í Hafnarfirði.

„Til þess að rúma allt þetta lið undirrituðum við söluna á Mjósundinu fagra í gær sem og kaupsamning á Mávahrauni 18. Eftir Guðmund Kr. Kristinsson arkitekt sem þarf að klappa svolítið. Við fáum líklega afhent í lok maí (á sama tíma og við skilum af okkur hæðinni). Það er því heljarinnar afmælisár framundan og við fáum að plata alla sem vettlingi geta valdið í flutningaaðstoð þegar þar að kemur þar sem bollan má engu lyfta, annað skiptið í flutningum (hentugt?! ),“ segir Katla.

„Pungsi minn það hefur ekki verið lognmolla frá því ég hitti þig. Ég er farin að halda að þetta BRAS allt tengist mér bara ekki neitt,“ og skýtur þar glettnisskoti á eiginmanninn, sem á tvö börn frá fyrra sambandi.

Síðast en ekki síst lofar Katla að senda páskaratleikinn út í kvöld. „Þá er það frá.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Systurogmakar (@systurogmakar)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“