Valur Páll Eiríksson, fréttamaður á Vísir.is og Stöð2 Sport telur líkur á því að KSÍ banni Age Hareide að velja Albert Guðmundsson í landsliðshóp sinn, komist íslenska landsliðið á Evrópumótið í sumar.
Ísland er inum leik frá Evrópumótinu eftir magnaða frammistöðu Alberts gegn Ísrael í gær, Albert skoraði þá þrennu í 4-1 sigri á Ísrael.
Liðið mætir Úkraínu í úrslitaleik um laust sæti á EM á þriðjudag. Valur segir að KSÍ hafi breytt eigin reglum svo Albert gæti tekið þátt í þessu verkefni.
Kona sem sakar Albert um að hafa brotið á sér áfrýjaði fyrr í þessari viku niðurfellingu málsins. „KSÍ í rauninni breytir eigin reglum í þessu tilfelli. Þessi stjórnarákvörðun sem er tekin þarna á föstudegi fyrir leik. Hún er í rauninni í andstöðu við regluna eins og hún er skrifuð. Þeir ákveða bara að þessi regla gildi ekki í ákveðnum tilfellum,“ sagði Valur Páll í þætti sem birtist á Vísir.is í dag.
Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, hefur sagt að reglurnar um þessi mál verði skoðaðar en að ef máli Alberts hefði verið áfrýjað fyrir verkefnið þá hefði hann ekki verið í hópnum. Út frá því telur Valur að möguleiki sé á því að KSÍ banni Hareide að velja Albert í mögulegan EM hóp.
„Þetta er svona B-liður í reglunni. Svo er spurningin, vegna þess að þessi mál taka yfirleitt einhverjar vikur og mánuði, að ef þetta áfrýjunarferli endist fram í júlí, til að mynda, þá má ekki velja Albert ef við skildum fara á EM,“
„Þá er valinn hópur í lok maí og mótið byrjar um miðjan júní, ef það er ekki búið að klára þetta mál þá, þá gildir fyrri reglan. Þá fær hann ekki að fara með,“