fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Hnífamaðurinn í Valshverfinu dæmdur í 14 mánaða fangelsi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. mars 2024 11:15

Árásin í OK Market náðist á eftirlitsmyndavél.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í fjórtán mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir margvísleg brot. Maðurinn, Mohamad Kourani, situr þegar í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að stinga tvo menn með hníf við verslunina OK Market í Valshverfinu þann 7. mars síðastliðinn.

Réðst á starfsmann Frumherja

Kourani var meðal annars ákærður fyrir líkamsárás í afgreiðslu Frumherja þann 16. febrúar á síðasta ári. Starfsmaður lýsti því að hann hefði verið mjög æstur og með ógnandi hegðun og krafist þess að fá „stimpil fyrir ökuréttindum“ án þess að taka nokkur próf. Starfsmenn hefðu þekkt hann þar sem hann hefði komið áður í sama tilgangi.

Maður sem var í afgreiðslunni á sama tíma hafði afskipti af Kourani og sagði honum að fara út.

„Við það snýr hann sér að honum og veitir honum svona þungt högg, eða ýtir þungt framan á brjóstkassann á manninum og við það fellur hann aftur fyrir sig á sófa og stórt blóm sem var þarna fyrir aftan,“ sagði starfsmaðurinn.

Kourani var svo ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa þann 1. desember 2022 hrækt á lögreglumann í fangageymslu lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu.

Þá var Kourani ákærður fyrir að gabba lögreglu með því að senda sprengjuhótanir á stofnanir í Reykjanesbæ í febrúar í fyrra. Sendi hann tölvupóst á opinbert netfang bæjaryfirvalda í Reykjanesbæ þar sem hann sagði meðal annars:

„The place is rigged with explosives, your heads and the hearts of your children will explode.“

Var byggingin rýmd í kjölfarið og stóð leit að sprengju yfir í um klukkutíma.

Þá sendi hann lögreglu eftirfarandi tölvupóst:

„As the state knows, the bomb will explode today. Tell the police that the place is 5 km booby-trapped, and death is your end…,……,. Understand, if you come close to me I will offer all that I have collected for a long time for you. The man who means what he says“

Fékk 12 mánaða dóm fyrir svipuð brot í fyrra

Kourani neitaði sök en rannsókn lögreglu á síma hans leiddi í ljós að netfangið sem var notað til að senda hótanirnar úr var stofnað í síma hans. Kourani hefur áður komist í kast við lögin en hann var dæmdur í 12 mánaða fangelsi í Landsrétti í apríl í fyrra fyrir margvísleg brot, þar á meðal líkamsárás, húsbrot, eignaspjöll, brot gegn nálgunarbanni, brot gegn valdstjórninni, brot gegn vopnalögum og brot gegn sóttvarnalögum.

Nú bætast við fjórtán mánuðir en sem fyrr segir var Kourani úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald á dögunum vegna hnífstunguárásar í Valshverfinu. Þá hefur Kourani staðið í hótunum við Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara um langt skeið eins og DV greindi frá á dögunum.

Kourani hefur verið búsettur á Íslandi frá árinu 2018 en þá fékk hann alþjóðlega vernd hér á landi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hraunið fer brátt að renna inn á bílastæði Bláa lónsins – Sjáðu myndina

Hraunið fer brátt að renna inn á bílastæði Bláa lónsins – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“