Manikis, sem selur efni á OnlyFans undir nafninu theapolloshow, var að taka upp efni fyrir heimasíðuna sína þegar eitthvað fór verulega úrskeiðis. Hann hélt fyrst að hann væri bara marinn á typpinu en næsta dag hafði það bólgnað svo mikið upp. „Það varð á stærð við kókdós,“ segir hann.
Hann fór rakleitt á sjúkrahús og dvaldi þar í níu tíma á meðan læknarnir skoðuðu hann og reyndu að ná bólgunni niður.
Manikis fékk þær fréttir að hann væri með blóðtappa í typpinu og mætti ekki stunda kynlíf í 30 daga.
Nú eru liðnir átján dagar og hefur Manikis verið að skrásetja ferlið á samfélagsmiðlum. Í nýlegu myndbandi sagðist hann vera að „missa vitið.“
@theapolloshowproductionsDay 18 in heII♬ original sound – TheApolloShowProductions
„Orkan mín er upp úr öllu valdi, ég hef verið að æfa mjög mikið og hef einnig verið mjög afkastamikill í öðrum verkefnum. En kynhvötin mín hefur líka aldrei verið svona mikil,“ sagði hann.
Hann sagði að sem betur fer væri getnaðarlimur hans nánast orðinn alveg eðlilegur.
„Ég ætla samt að fylgja fyrirmælum læknisins og klára þessa 30 daga,“ sagði hann í samtali við Courier Mail.
Þetta hefur einnig engin áhrif á vinnuna hans, vissulega getur hann ekki tekið upp nýtt efni en hann hefur nóg annað að gera.
„Þetta kom fyrir á besta mögulega tíma, því ég var nýbúinn að taka upp fullt af efni og nú hef ég tíma til að vinna í þeim, auglýsa þau og svona. Þannig þetta hefur ekki verið svo slæmt.“