fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Hún var ein af „stelpunum hans Dan Bilzerian“ – Svona var lífið með honum

Fókus
Föstudaginn 22. mars 2024 08:21

Skjáskot/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirsætan Lauren Blake var um tíma ein af „stelpunum hans Dan Bilzerian“ og ferðaðist með honum um heiminn.

Dan Bilzerian hefur lengi verið þekktur sem alræmdur glaumgosi, pókerspilari og áhættufjárfestir. Hann er gjarnan kallaður „konungur Instagram.“ Eða var það allavega.

Sjá einnig: Upprisa og fall alræmda glaumgosans

Dan Bilzerian er með um 32 milljónir fylgjenda á Instagram þar sem hann birtir ansi villtar og trylltar myndir af sér og fáklæddum konum skemmta sér á ferðalagi um heiminn. Hann hefur þó ekki verið virkur á miðlinum síðan í ágúst í fyrra.

Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki færslurnar hér að neðan.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Dan Bilzerian (@danbilzerian)

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Dan Bilzerian (@danbilzerian)

Ferðaðist með honum um heiminn

Lauren Blake var um tíma ein af þessum konum sem ferðast um með Bilzerian og afhjúpar hvernig það var í raun og veru í hlaðvarpsþættinum The Jimmy Rex Show.

„Þú varst bæði í stelpuhópnum en líka stundum bara ein með Dan að ferðast,“ sagði Jimmy, þáttastjórnandinn. „Fólk vill vita, hvernig er hann í alvöru? Er líf hans í alvöru svona og partýin svona klikkaðslega villt, eða er þessu stillt svona upp fyrir samfélagsmiðla?“

„Það sem þú sérð á samfélagsmiðlum er það sem er í raun og veru það sem er að gerast. Klikkaða partýtímabilið hans var aðeins áður en ég kynntist honum, þegar við kynntumst þá var hann aðeins rólegri og vildi ferðast meira,“ sagði hún.

„Hann er mjög jafnlyndur, hann veitir manni innblástur, ég lærði mikið af því að vera í kringum hann. Bara hvernig hann horfir á heiminn, hann er mjög menningarlegur. Hann er mjög gáfaður en hann er allt önnur týpa en hann lætur sig líta út fyrir að vera á samfélagsmiðlum, þar er hann mjög dónalegur.“

„Hann veit hvað hann er að gera,“ bætir hún við, enda hafa dónalætin í honum sankað honum yfir 30 milljónum fylgjenda.

@mrjimmyrex This episode with Lauren Blake drops tomorrow on The Jimmy Rex Show! Lauren is a wealth of knowledge when it comes go business and has had some pretty unque experience…one of them being dating Dan Bilzerian It well worth the listen! #danbilzerian #thejimmyrexshow #tjrs #jimmyrex #life #experience ♬ original sound – Jimmy Rex

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram