fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Sigmundur með fast skot: „Svona geta hlutirnir nú farið vel ef menn hlusta ekki á rétttrúnaðarfólkið“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. mars 2024 07:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og þingmaður, skaut föstum skotum eftir leik Íslands og Ísraels í gærkvöldi í undanúrslitum um laust sæti á Evrópumótinu í fótbolta í sumar.

Ísland fór með glæsilegan 4-1 sigur af hólmi og var sigurinn fyllilega verðskuldaður enda spilaði Ísland vel nær allan leikinn og var betra liðið. Albert Guðmundsson var maður leiksins en hann skoraði glæsilega þrennu.

Fyrir leik var talsverð umræða um þátttöku Alberts Guðmundssonar  í leiknum en hann var sem kunnugt er kærður fyrir kynferðisbrot á síðasta ári. Héraðssaksóknari felldi málið niður en konan sem kærði Albert kærði þá niðurfellingu til ríkissaksóknara. Meðan málið var hjá héraðssaksóknara spilaði Albert ekki fyrir liðið.

Þá var einnig talsverð umræða um þá ákvörðun KSÍ að spila yfir höfuð við Ísrael vegna stríðsástandsins og innrásarinnar á Gasa. Sigmundur sér hins vegar ekki eftir neinu.

„Svona geta hlutirnir nú farið vel ef menn hlusta ekki á rétttrúnaðarfólkið. Ísland spilaði við Ísrael + Albert fékk að spila = Ísrael verður ekki á EM. Þannig var það öllum fyrir bestu að enginn hlustaði á rétttrúnaðarfólkið. -Rétttrúnaðarfólkinu líka,“ sagði Sigmundur á samfélagsmiðlinum X í gærkvöldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn
Fréttir
Í gær

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks