fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Gunni Helga hreinsar til: „Meira að segja fyrrum þingmenn sem hafa greinilega ekkert betra að gera en að mæta hér með stæla og leiðindi“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. mars 2024 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Helgason, leikari, rithöfundur og einn dyggasti stuðningsmaður forsetaframboðs Baldurs Þórhallssonar, hefur tekið til hendinni og hreinsað til í stuðningshópi framboðsins á Facebook.

Gunnar heldur utan um hópinn og eru meðlimir hans nú tæplega 22 þúsund talsins. Í færslu Gunnars í hópnum í gærkvöldi greindi hann frá því að hann hafi verið að taka til í hópnum; svara skilaboðum, eyða færslum og blokka einstaklinga.

„Ef þið rekist á eitthvað sem flokkast undir niðurrif, hatursorðræðu eða almenn leiðindi megið þið einfaldlega kæra það til mín. Ekkert mál. Þannig verð ég fljótari að finna þetta rugl. Hinsvegar! Svörin ykkar eru í sumum tilfellum svo skemmtileg að ég á bara erfitt með að taka út þær færslur sem svörin eiga við um,“ sagði hann í færslunni.

Gunni Helga vill engan dónaskap, bara gleði.

Gunnar segir að þegar hann opnaði síðuna hafi nokkrir komið í hópinn með þann eina tilgang að vera með leiðindi. Hreinsaði hann það fólk í burtu en eftir tilkynningu Baldurs um forsetaframboð á miðvikudag hafi um þrjú þúsund manns bæst við hópinn og þar inni á milli leynast tröll.

„Meira að segja fyrrum þingmenn sem hafa greinilega ekkert betra að gera en að mæta hér með stæla og leiðindi. Burt með þá,“ sagði Gunnar sem nefnir þó engin nöfn í þessu samhengi. Þá hvetur hann fólk til að tala af virðingu um aðra frambjóðendur.

„OG MUNIÐ! Ekki eitt styggðaryrði um Höllu eða aðra frambjóðendur. Ef við viljum ekki skít um okkar menn þá köstum við ekki skít í aðra. Og ALLS EKKI í Guðna forseta (hef reyndar bara fundið eitt leiðindakomment um hann)(en það er einu of mikið.)“

Gunnar sendir líka skýr skilaboð til þeirra sem eru nýir í hópnum og halda að hópurinn sé vettvangur fyrir skoðanaskipti.

„Ég er stjórnandi síðunnar. Ég fór af stað með þá stefnu að leyfa öllum að tjá sig í trausti þess að fólk væri kurteist og skildi eðli síðunnar, sem er að hún er fyrir stuðningsfólk Baldurs. En þegar dónaskapurinn gekk fram af fólki breytti ég stefnunni og tek hiklaust út allt sem er ekki málefnalegt. Það má segja að ég hafi haldið opið boð heima hjá mér. Opið hús, skiljið þið, til heiðurs Baldri og Felix. En ef gestir á opna húsinu valsa inn á drullugum skónum og fara að vera með leiðindi við heiðursgestina og aðra er þeim einfaldlega vísað í burtu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“