„Það er mikið af tilfinningum. Ég held að þetta hafi verið skemmtilegur leikur að horfa á,“ sagði Guðmundur Þórarinsson, bakvörður íslenska landsliðsins, eftir glæstan 4-1 sigur á Ísrael í kvöld.
Ísland lenti 0-1 undir en sneri dæminu við.
„Mér fannst við verjast þokkalega vel. Ég man ekki eftir mörgum opnum færum sem við fáum á okkur. Tilfinningin er geðveik, að vera komin í úrslitaleik um sæti á EM.“
Guðmundur hefur ekki alltaf verið inni í myndinni hjá landsliðinu og er, eins og gefur að skilja, himinnlifandi með að hafa fengið traustið í byrjunarliðinu í kvöld.
„Maður er búinn að stefna að þessu svo ógeðslega lengi. Maður fékk smá run á tímabili en datt út úr þessu aftur. Þetta er bara þrautseigja og það er að skila sér. Það er ótrúlegt að spila fyrir Ísland, það er draumurinn.“
Ítarlegra viðtal er hér að neðan.