Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Búdapest
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu fengu ekki hlýlegar móttökur er þeir mættu út á völl hér í Búdapest, þar sem liðið mætir Ísrael.
Um er að ræða leik í undanúrslitum umspils um sæti á EM. Er hann skráður sem heimaleikur Ísrael en er leikinn í Búdapest vegna stríðsástands á Gasa.
Ísraelar eru þó í miklum meirihluta í stúkunni og bauluðu þeir hressilega á íslenska liðið þegar það kom út að hita upp.
Leikurinn hefst klukkan 19:45. Myndband af þessu er hér neðan.