Nú eftir rúman klukkutíma mætir íslenska karlalandsliðið því ísraelska í undanúrslitum umspils um sæti á EM. Byrjunarlið Ísraela hefur verið opinberað en ekki það íslenska.
Athygli veikur að Oscar Gloukh, miðjumaður Salzburg, er ekki í liðinu en hann er einn besti leikmaður Ísraela.
Þá er miðjumaðurinn öflugi, Muhammad Abu Fani, ekki heldur í byrjunarliðinu.
Sigurvegarinn úr leik kvöldsins mætir Bosníu eða Úkraínu í úrslitaleik um sæti á EM. Þau eigast við á sama tíma.
Byrjunarlið Ísrael
Omri Glazer
Roi Revivo
Miguel Vitor
Shon Goldberg
Eli Dasa
Dor Peretz
Gadi Kinda
Gavriel Kanichowsky
Anan Khalaili
Dor Turgerman
Eran Zahavi