Jamie Cassidy fyrrum leikmaður í unglingaliðum Liverpool hefur verið dæmdur í fangelsi fyrir þátttöku sína í sölu á eiturlyfjum.
Cassidy er 46 ára gamall í dag en hann ólst upp í öflugu Liverpool liði þar sem hann lék með Jamie Carragher og Micahel Owen.
Carragher sagði í ævisögu sinni að Cassidy hefði orðið stjarna í liði Liverpool ef meiðsli hefðu ekki hrjáð hann.
Cassidy var hluti af Liverpool liði árið 1996 sem vann FA Yout Cup sem er merkilegur titill að vinna.
Cassidy var dæmdur í rúmlega 13 ára fangelsi fyrir sinn hluti í stórum eiturlyfjahring sem velti fleiri milljörðum. Bróðir hans var einnig dæmdur í fangelsi.
Cassidy fór frá Liverpool til Cambridge og þaðan niður í neðri deildir áður en hann virðist hafa villst af leið í lífinu.