fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025
Fréttir

Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum grunaður um fleiri brot

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 21. mars 2024 13:41

Daníel Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daníel Gunnarsson, íslenskur karlmaður sem dæmdur var til 27 ára fangelsisvistar í Bandaríkjunum í fyrrahaust, er grunaður um kynferðislega misnotkun á barni.

Frá þessu er greint á vefnum Bakersfield.com en Vísir greindi einnig frá málinu í dag.

Daníel var dæmdur í fangelsi fyrir morðið á skólasystur sinni, Katie Pham, þann 18. maí 2021. Vikurnar fyrir morðið höfðu Katie og Daníel átt í stuttu ástarsambandi en hann neitaði sök í málinu.

Lík Pham fannst í bílskúr á heimili stjúpföður Daníels og var Íslendingurinn handtekinn á vettvangi. Faðir hans er Íslendingur en móðir hans frá Tékklandi. Mæðginin fluttu til bæjarins Ridgecrest fyrir nokkrum árum síðan. Þar gekk hann í skóla og kynnist þar Katie Pham.

Í frétt Bakersfield kemur fram að Daníel hafi verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barnungri stúlku. Er hann meðal annars ákærður fyrir lostafulla háttsemi með einstaklingi undir 14 ára og fyrir kynferðislegt samneyti með barni undir 10 ára. Ekki kemur nákvæmlega fram í frétt Bakersfield í hverju brotin fólust en þau eru sögð hafa átt sér stað á árunum 2016 til 2021.

Auk ofangreinds hefur hann verið ákærður fyrir vörslu á efni sem sýndir börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt.

Daníel var dæmdur í 27 ára til lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Pham en hún var með fjölda stungu­áverka á lík­ama og höfði sem drógu hana til dauða, en talið er að Daní­el hafi stungið hana með ís­nál. Þá var honum gefið að sök að hafa snert lík Pham með kyn­ferðis­leg­um hætti og var búið að fletta upp skyrtu henn­ar og toga bux­urn­ar niður þegar lög­regla kom að henni lát­inni á dýnu á gólfi bíl­skúrs­ins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Gróflega misboðið yfir „veruleikafirrtri“ auglýsingu SFS með ósmekklegu leikaravali – „Þetta er sjúkt“

Gróflega misboðið yfir „veruleikafirrtri“ auglýsingu SFS með ósmekklegu leikaravali – „Þetta er sjúkt“
Fréttir
Í gær

Hinrik hefur átt erfitt með kaþólsku kirkjuna eftir sláandi reynslu – „Ég horfði á vin minn og sá grátbólgin augun og reiðina í andliti hans“

Hinrik hefur átt erfitt með kaþólsku kirkjuna eftir sláandi reynslu – „Ég horfði á vin minn og sá grátbólgin augun og reiðina í andliti hans“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ferill Þorsteins er litaður gjaldþrotum og skattsvikum – Félag hans hlaut stærsta niðurrifsverkefni Íslandssögunnar

Ferill Þorsteins er litaður gjaldþrotum og skattsvikum – Félag hans hlaut stærsta niðurrifsverkefni Íslandssögunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þurfti að eyða stórfé í tannviðgerðir en fékk enga miskunn frá Skattinum

Þurfti að eyða stórfé í tannviðgerðir en fékk enga miskunn frá Skattinum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísraelar birtu samúðarkveðju vegna páfa en eyddu henni síðan og bönnuðu ríkisstofnunum að senda slíkar kveðjur

Ísraelar birtu samúðarkveðju vegna páfa en eyddu henni síðan og bönnuðu ríkisstofnunum að senda slíkar kveðjur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hjálmar lætur Sigríði Dögg finna fyrir því – „Þetta er bara toppurinn á ísjakanum“

Hjálmar lætur Sigríði Dögg finna fyrir því – „Þetta er bara toppurinn á ísjakanum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar lýsa því hvernig þeir komust inn á húsnæðismarkaðinn – „Ég á ekki von á að þau vilji neitt til baka“

Íslendingar lýsa því hvernig þeir komust inn á húsnæðismarkaðinn – „Ég á ekki von á að þau vilji neitt til baka“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óhugnaður í Urriðaholti: Hafliði hrakti húsbrotsmenn á flótta

Óhugnaður í Urriðaholti: Hafliði hrakti húsbrotsmenn á flótta