Íslensk sakamál fer í loftið í dag í Sjónvarpi Símans. Í nýrri þáttaröð er fjallað um dularfullt óleyst morðmál og nýjar vísbendingar í því, hrottalegt nauðgunarmál, sprengjuhótun og umfangsmikil alþjóðleg fíkniefnaviðskipti stjórnað af Íslending. Þættirnir byggja á ítarlegum rannsóknum Sigursteins Mássonar, nýjum upplýsingum og áður óbirtum gögnum, viðtölum og leiknum atriðum. Í Íslenskum sakamálum er kafað djúpt ofan í þekkt jafnt sem óþekkt sakamál.
Í fyrsta þætti er farið yfir morðið á Gunnari Tryggvasyni leigubílsstjóra. Í sögunni hefur aðeins eitt morðmál verið endurupptekið á Íslandi. Það er hið fræga Guðmundar og Geirfinnsmál en annað mál hefur sterklega komið til álita og það er morðið á leigubílstjóranum Gunnari Tryggvasyni, sem var skotinn í höfuðið með 35 mm. Smith & Wesson skammbyssu. Annar leigubílsstjóri var sýknaður af því morði.
Í lögreglurannsókninni eru gerð ýmis mistök enda hafði íslensk lögregla aldrei staðið frammi fyrir slíkum glæp. Um 50 árum síðar komu fram ný sönnunargögn sem geta mögulega varpað nýju ljósi á málið. En er það nóg til að leysa sakamálið í eitt skipti fyrir öll?