Aðeins fjórir leikmenn sem fóru á Heimsmeistaramótið með íslenska landsliðinu árið 2018 eru til taks í leikmannahópi Íslands gegn Ísrael í kvöld. Aðeins einn af þeim var í stóru og mikilvægu hlutverki í þeim hópi.
Jóhann Berg Guðmundsson sem átti að vera fyrirliði Íslands í kvöld er meiddur og verður ekki í hóp.
Það eru því aðeins þeir Alfreð Finnbogason, Sverrir Ingi Ingason, Arnór Ingvi Traustason og Albert Guðmundsson sem eru í hópnum í kvöld.
Alfreð er sá eini af þeim sem spilaði alla leiki mótsins en allar líkur eru taldar á því að hann byrji á meðal varamanna í kvöld.
Sverrir Ingi Ingason, Arnór Ingvi og Albert verða allir í byrjunarliði Íslands ef lesa má í spilin sem Age Hareide hefur á hendi.
Ljóst er að reynslan í liðinu í mikilvægum leikjum er lítið en liðið sem vinnur í kvöld fer í úrslitaleik um laust sæti á Evrópumótinu í sumar.
HM hópur Heimis Hallgrímssonar:
Markmenn
Hannes Þór Halldórsson, Randers
Rúnar Alex Rúnarsson, Nordsjælland
Frederik Schram, Roskilde
Varnarmenn
Kári Árnason, Aberdeen
Ragnar Sigurðsson, Rostov
Birkir Már Sævarsson, Valur
Ari Freyr Skúlason, Lokeren
Sverrir Ingi Ingason, Rostov
Hörður Björgvin Magnússon, Bristol
Hólmar Örn Eyjólfsson, Levski Sofia
Samúel Kári Friðjónsson, Vålerenga
Miðjumenn
Gylfi Þór Sigurðsson, Everton
Aron Einar Gunnarsson, Cardiff
Jóhann Berg Guðmundsson, Burnley
Emil Hallfreðsson, Udinese
Birkir Bjarnason, Aston Villa
Arnór Ingvi Traustason, Malmö
Ólafur Ingi Skúlason, Karabukspor
Rúrik Gíslason, Sandhausen
Sóknarmenn
Alfreð Finnbogason, Augsburg
Jón Daði Böðvarsson, Reading
Björn Bergmann Sigurðarson, Rostov
Albert Guðmundsson, PSV