Birkir Blær er 24 ára tónlistarmaður frá Akureyri en hann hefur verið búsettur í Stokkhólmi undanfarin ár. Hann er söngvari, lagasmiður, hljóðfæraleikari og pródúsent. Hann vill ekki festa tónlistina sína í einum ákveðnum flokki, heldur fær hann innblástur úr öllum áttum en allra helst frá soul, blues og r&b. Birkir er reyndur tónlistarmaður, hann hefur haldið ótal tónleika og komið fram í útvarpi, sjónvarpi og á tónlistarhátíðum. Hann hefur gefið út tónlist sem hefur nú verið streymt tæplega 6 milljón sinnum á Spotify.
Hann er sennilega þekktastur fyrir að hafa unnið sænsku Idol keppnina árið 2021. Birkir starfar nú sem tónlistarmaður bæði á Íslandi og í Svíþjóð.
„Ég er mjög stoltur af þessu lagi, vildi gera lag um eitthvað sem skiptir máli en ekki endalaust semja bara um sjálfan mig,” segir Birkir Blær.
„Ég samdi þetta með hlýnun jarðar í huga en getur átt við svo margt annað, hver getur túlkað það fyrir sig en skilaboðin mín með laginu eru að þeir sem stjórna heiminum eru að bregðast okkur og það er þeirra að gera betur áður en það er of seint,” Birkir Blær.
Lagið Leaders er samið, tekið upp og unnið af Birki sjálfum. Að textanum kemur Pétur Már Guðmundsson, hljóðblandað af Sæþóri Kristjánssyni og masterað af Glenn Schick, Hreinn Orri Óðinsson bróðir Birkis kom einnig að upptökustjórnun.
„Ef ég ætti að lýsa laginu, þá er það mestu kraftmikið og sannur hljóðheimur. Lagið sjálft, ef þú tekur allt út nema gítar og söng myndi flokkast sem “soul” en hljóðvinnslan með mikil áhrif frá allskonar tónlist eins og t.d. bassi og trommur svolítið hiphop og rafmagnsgítarinn svolítið rokk og syntharnir svolítið svona r&b. Þannig kannski smá erfitt að flokka en ætli maður myndi ekki kalla þetta “alternative-soul,” segir Birkir Blær
Í lok vikunnar verða tónleikar með Birki Blæ og hljómsveitinni Featurette frá Kanada á KEX. Tónleikarnir hefjast kl 21:30 og það er frítt inn.