fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fréttir

„Eng­inn þeirra, ekki einn ein­asti, hafði orðið var við neitt slíkt“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 21. mars 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland, alþingismaður og formaður Flokks fólksins, gagnrýnir Guðmund Inga Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, harðlega í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Inga skrifar þar um málefni eldri borgara og segir að ellefu þúsund eldri borg­ar­ar séu í neðstu þrem­ur tekju­tí­und­un­um, þar af sex þúsund í sárri fá­tækt.

Inga segir að stjórn­völd haldi vís­vit­andi til streitu al­var­leg­um skorti á hjúkr­un­ar­rým­um og segir full­orðið fólk dag­a uppi á Land­spít­ala löngu eft­ir að það er til­búið til út­skrift­ar.

„Það á ekki í nein hús að venda. Kjaragliðnun á launa­kjör­um allra al­manna­trygg­inga held­ur áfram, kjaragliðnun sem nálg­ast 100.000 kr. á mánuði ef litið er aft­ur til efna­hags­hruns­ins 2008. Fá­tækt, skerðing­ar og van­v­irðing eru slag­orð stjórn­valda þegar kjör aldraðra eru ann­ars veg­ar.“

Inga segir að 25 þúsund króna skerðingarmörkin sem eru við lífeyrissjóðsgreiðslur eldra fólks hafi ekki breyst í rúm tíu ár. Breytir þá engu hvernig efnahagsástandið er, hvort „óðaverðbólga“ ríki eða „brjálæðisvextir“ og segir Inga stjórnvöld hunsi alltaf neyðaróp fátækra.

„Það er nöt­ur­legt að þurfa að viður­kenna að Ísland skrap­ar botn­inn meðal allra OECD-ríkj­anna hvað lýt­ur að fjár­magni sem veitt er til heil­brigðisþjón­ustu. Það er ótr­ú­leg hræsni að hlusta á alþing­is­menn mæra vel­ferð eldra fólks und­ir kjör­orðinu „það er gott að eld­ast“ þegar staðreynd­in er sú að þúsund­ir aldraðra mega lepja dauðann úr skel í sýnd­ar­veru­leika­heimi fé­lags- og vinnu­markaðsráðherra og fylgi­tungla hans.“

Inga rifjar svo upp fund í október síðastliðnum þegar Landssamband eldri borgara var með málþing um kjör eldra fólks á Hilton Reykjavík Nordica.

„Þar talaði Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son fé­lags- og vinnu­markaðsráðherra dig­ur­barka­lega um hvað hann hefði og væri að gera margt frá­bært fyr­ir aldraða. Á Íslandi væri gott að eld­ast! Eft­ir þessa sjálfs­upp­hefð ráðherr­ans spurði ég gesti fund­ar­ins, sem troðfylltu sal­inn, hvort þeir þekktu á eig­in skinni allt það já­kvæða sem þeir hefðu fengið til sín í kjöl­far gæsku ráðherr­ans. Það er skemmst frá því að segja að eng­inn þeirra, ekki einn ein­asti, hafði orðið var við neitt slíkt.“

Inga segir svo:

„Eitt af þeim „stóru“ verk­um sem fé­lags- og vinnu­markaðsráðherra stær­ir sig af eru tveir sím­svar­ar á island.is sem hann tel­ur rétt­læta það að ganga gegn ein­róma vilja Alþing­is í júní 2021 um að komið yrði á fót embætti hags­muna­full­trúa eldra fólks. Hags­muna­full­trúa sem hefði það hlut­verk að tryggja vel­ferð aldraðra í hví­vetna með því t.d. að kort­leggja stöðu þeirra fé­lags­lega, fjár­hags­lega, heilsu­fars­lega o.s.frv. Ég ein­fald­lega fæ ekki skilið hvernig ráðherra get­ur mögu­lega lít­ilsvirt lög­gjaf­ar­valdið með þeim hætti sem hann ger­ir og mun ég leita svara við því.“

Inga segir að fólk hafi einfaldlega fengið nóg.

„Eldra fólk hef­ur fengið nóg af því að hlusta á ráðherra af­saka svik­in lof­orð. Það hjálp­ar eng­um að skipa enda­laus­ar nefnd­ir, ráð og stýri­hópa til þess að skrifa fal­leg­ar klaus­ur á papp­ír. Flokk­ur fólks­ins krefst raun­veru­legra aðgerða!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar
Fréttir
Í gær

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“