Fyrir skömmu barst tilkynning frá almannavörnum þar sem Íbúar í Garði voru beðnir um að halda sig innandyra, loka gluggum og slökkva á loftræstingu sökum mjög hárra gilda brennisteinsdíoxíðs, SO2 sem mældust 16:30 um 16.000 µg/m3.
Fljótlega kom þó í ljós að um bilun í mæli var að ræða og gildi ekki eins há og sagt var frá og mælir sýnir á vefsíðunni loftgæði.is. Almannavarnir sendu því tilkynningu korteri á eftir þeirri fyrri þar sem yfirlýsing um hættuástand var afturkölluð.
Eins og sjá má á töflunni hér að neðan þá hefðu þessi gildi talist sem hættuástand.
Þó mælast loftæði sem „óholl fyrir viðkvæma“ í Reykjanesbæ og aðeins „sæmileg“ á Ásbrú.