Rasmus Höjlund, framherji Manchester United segir það algjöra falsfrétt að hann hafi verið skammaður af liðsfélögum sínum vegna viðtals.
Ensk blöð voru uppfull af því í síðustu viku að Höjlund hefði verið skammaður fyrir það að ræða við United Stand.
Miðilinn sem er stuðningsmannavefur United hefur þótt umdeildur og helst til of neikvæður í garð leikmanna.
„Ég hef aldrei heyrt af þessu, þetta eru falsfréttir,“ segir Höjlund um málið.
„Ég hef ekkert lesið um þetta, þetta er ekki rétt og satt. Ég hef aldrei fengið að heyra það að ég geti ekki rætt við stuðningsmannavef.“
🚨 Hojlund: “I haven´t been told anything, so it’s fake news. I haven´t read anything about it, but it’s definitely not true that I have been told that I can’t do an interview with one fan media or another.” [Tipsbladet] #mufc pic.twitter.com/T12KcBENEO
— The United Stand (@UnitedStandMUFC) March 20, 2024