Jordan Henderson, Cole Palmer, Bukayo Saka og Harry Kane voru allir látnir æfa einir á æfingu enska landsliðsins í dag.
Allir eru þeir að glíma við meiðsli og verður staðan þeirra skoðuð.
Kane meiddist í leik með FC Bayern um liðna helgi en talið er líklegt að hann geti spilað í komandi verkefni.
Enska landsliðið mætir Brasilíu og Belgíu í æfingaleikjum á næstu dögum.
Luke Shaw er meiddur en er þrátt fyrir það mættur í verkefni landsliðsins og er í endurhæfingu þar með læknum og sjúkraþjálfurum landsliðsins.
Shaw vonast til þess að verða heill heilsu fyrir Evrópumótið í sumar en þarf að hafa sig allan við til að ná mótinu.