Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Búdapest
„Þetta leggst mjög vel í mig. Ég er mjög spenntur,“ sagði Arnór Ingvi Traustason landsliðsmaður fyrir komandi leik Íslands gegn Ísrael í umspili um sæti á EM.
Liðin mætast annað kvöld hér í Búdapest og er úrslitaleikur um sæti á EM undir.
„Ég met möguleika okkar mjög góða. Við erum með frábæran hóp, það er frábær möguleiki,“ segir Arnór.
Arnór fór með Íslandi á EM 2016 og HM 2018. Hann þyrstir í að fara aftur á stórmót.
„Mig langar mjög mikið aftur. Maður gerir þetta einu sinni og tvisvar og þá langar mann aftur.“
Arnór hefur verið frábær á miðju íslenska landsliðsins frá því Age Hareide tók við fyrir tæpu ári síðan.
„Ég er mjög sáttur undir hans stjórn. Ég hef plummað mig vel á miðjunni. Ég hef verið að spila á miðjunni núna með mínu félagsliði og líður mjög vel þar. Ég hef sjálfur unnið mig inn í liðið finnst mér, með mínum frammistöðum, svo mér finnst ég eiga þetta fyllilega skilið.“
Ítarlegra viðtal er í spilaranum.