Daniel Alves fyrrum leikmaður Barcelona og fleiri liða losnar úr fangelsi í dag, mánuði eftir að hann var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun.
Alves hefur setið í fangelsi í eitt og hálft ár á meðan málið var í rannsókn og er það dregið frá dómi hans.
Dómstólar samþykktu að sleppa Alves lausum en hann borgar eina milljón evra í tryggingu, hann fær ekki vegabréf sitt.
Hann þarf að mæta fyrir dómara einnu sinni í viku til að staðfesta að hann sé enn í Barcelona, hann má einnig ekki koma nálægt fórnarlambi sínu.
Dómstólar voru ekki einhuga um þessa ákvörðun en Alves nauðgaði konunni á klósetti á skemmtistað undir lok árs 2022 og hafði síðan þá verið í haldi lögreglu.
Alves er fertugur og á glæstan feril að baki. Hann hefur unnið alla stærstu titlanna í félagsliðaboltanum og leikið með liðum á borð við Barcelona, Juventus og Paris Saint-Germain.
Alves varð elsti leikmaður til að spila fyrir hönd Brasilíu á HM í Katar árið 2022.