Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Búdapest
Jóhann Berg Guðmundsson segir stöðuna á sér góða þrátt fyrir að hann hafi ekki tekið þátt á æfingu íslenska landsliðsins í gær. Hann er klár í umspilsleikinn mikilvæga gegn Ísrael á morgun.
„Ég er bara gamall,“ grínaðist Jóhann, spurður út í stöðuna á sér á blaðamannafundi í dag. Hann tók þátt á æfingu liðsins í dag.
„Hann þurfti að hvíla sig. Það er miklvægt að hann sé ferskur á morgun,“ sagði landsliðsþjálfarinn Age Hareide um stöðuna á fyrirliðanum.
Jóhann tók til máls á ný.
„Staðan á mér er bara góð. Liðið er í frábærum málum finnst mér.“
Leikur Íslands og Ísrael hefst klukkan 19:45 annað kvöld. Sigurliðið mætir Úkraínu eða Bosníu í úrslitaleik um sæti á EM í sumar.