fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Ógnvekjandi upplifun bandarískrar fjölskyldu á Íslandi

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 20. mars 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimmtán manna fjölskylda frá Bandaríkjunum fékk heldur meira fyrir peninginn en hana grunaði þegar ferð til Íslands var bókuð í þeim tilgangi að sjá norðurljósin.

Fjölskyldan sem um ræðir, frá Haywood County í Norður-Karólínu, var stödd í Bláa lóninu á laugardagskvöld þegar eldgos hófst skammt frá.

Fjölskylduföðurnum, Tom Roberts, hafði lengi dreymt um að fá að sjá norðurljósin og í fyrstu ætlaði hann að fara til Alaska í þeim tilgangi.

„Við hugsuðum sem svo að það væri alveg eins gott að sjá þau á Íslandi,“ segir hann en úr varð að öll fjölskyldan fór með til Íslands. En fjölskyldan sá enga ljósasýningu á himni, en þess í stað öllu tilkomumeiri sýningu sem átti rætur í iðrum jarðar en allt hófst þetta fjölskyldan var að borða kvöldmat í Bláa lóninu.

„Við sáum þarna örugglega í 5-10 sekúndur, horfðum í kringum okkur og hugsuðum: „Þetta er í alvörunni að gerast núna.“ Svo áttuðum við okkur betur á hvað væri í gangi og hugsuðum með okkur að við þyrftum að fara strax,“ segir Shaun Sandefur í viðtali við WLOS ABC 13.

„Það var súrrealískt að ganga út af veitingastaðnum og sjá rauðan himininn. Þegar við komum út heyrðum við hljóðin í gosinu. Þetta var eins og hljóðið í sjónum nema hærra og meira ógnvekjandi,“ segir hann.

Viðvörunarbjöllur byrjuðu að óma í kjölfarið og segir Shaun að gestir hótelsins hafi drifið sig í að taka föggur sínar saman. „Starfsfólk Bláa lónsins var mjög rólegt og yfirvegað,“ segir Kelly Reece, kærasta Shaun. „Þau voru dugleg að reka á eftir okkur og vildu að þetta gengi hratt fyrir sig.“

Gestum var smalað í rútur sem flutti fólkið í burtu og á annað hótel.

„Þetta er móðir náttúra og það fær ekkert stöðvað hana. Þetta var eitt það ótrúlegasta sem ég hef upplifað og ég efast um að eitthvað muni toppa þessa reynslu“ segir Shaun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi