fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Mikið rætt um viðbrögð Kristrúnar í Kastljósi við spurningu Þórdísar – Sjáðu myndbandið

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 20. mars 2024 10:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra og Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, mættu í Kastljós í gærkvöldi til að fara yfir kaup Landsbankans á TM og hugsanlega sölu Landsbankans samhliða.

Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, birti myndbrot úr viðtalinu á Facebook-síðu sinni í gær. Í myndbrotinu, sem má sjá í færslu Friðjóns hér að neðan, má sjá þegar Kristrún varð hálf kjaftstopp þegar Þórdís Kolbrún spurði hana hvort hún vildi að Landsbankinn verði seldur.

„Það var áhugavert móment í Kastljósi í kvöld þegar Kristrún Frostadóttir varð orðlaus yfir spurningunni um hvort hún vildi hefja sölu á Landsbankanum. Ég ætla ekki að leggja útaf því hvers vegna henni vafðist svona tunga um tönn. Því verður hver og einn að svara fyrir sjálfan sig,“ sagði Friðjón í færslu sinni sem vakti þó nokkra athygli og umtal.

Illugi Jökulsson, fjölmiðlamaður og samfélagsrýnir, segir fyndið að Friðjón hafi ekkert nema þetta til að hengja hatt sinn á úr viðtalinu.

„Kristrúnu hnykkir greinilega ögn við útaf truflun Þórdísar, lítur á stjórnandann eins og til að biðja um aðstoð við að fá að ljúka máli sínu, og heldur svo áfram. Þú getur haft hvaða skoðun sem þú vilt á Kristrúnu og skoðunum hennar, en þessi spæling er bara fyndið vindhögg. Eða heldurðu að það hafi komið Kristrúnu alveg í opna skjöldu – þegar hún er boðuð í sjónvarp til að ræða m.a. hugsanlega sölu Landsbankans – að fá þá spurninguna hvort hún styddi sölu Landsbankans?“

Karen Kjartansdóttir, almannatengill og fyrrverandi fjölmiðlakona, segir að Þórdís Kolbrún hafi staðið sig með mikilli prýði.

„Reyndar kemur hún alltaf mjög vel fyrir og er Sjálfstæðisflokknum til mikils sóma. En ég held að þú sért að lesa full mikið í þetta hik hjá Kristrúnu. En við sjáum hvað verður. Þetta er hin áhugaverðasta umræða.“

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra og fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, kemur eftirmanni sínum til varnar. „Kæri Friðjón, ég er ekki viss um að Sjálfstæðisflokkurinn vilji að þessar tvær takist á í þremur þáttum í kosningavikunni þegar þar að kemur.“

Þessu svaraði Friðjón svona:

„Í þau skipti sem þær hafa mæst hefur Þórdís verið betri. En sínum augum lítur hver silfrið og mér dettur ekki í hug að ætla þér neitt annað en að vegsama foringja þinn og leiðtoga.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Í gær

Valkyrjurnar halda ótrauðar áfram

Valkyrjurnar halda ótrauðar áfram
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Zelenskyy segir að 43.000 úkraínskir hermenn hafi fallið í stríðinu

Zelenskyy segir að 43.000 úkraínskir hermenn hafi fallið í stríðinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu