fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Viðtal við manninn sem Vogur hafnaði: Sprautaði sig með Ajax í fyrradag – „Ég vildi að þið gætuð séð sársaukann og tárin í augum hans“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 20. mars 2024 12:58

Skjáskot/Lífið á biðlista

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Ingi Valgeirsson, tónlistarmaður, vakti athygli á máli karlmanns á fertugsaldri fyrr í vikunni sem er djúpt sokkinn í sprautuneyslu, örvæntingarfullur og sárvantar aðstoð.

Maðurinn var kominn með tíma inn á Vog. Hann pakkaði í tösku og Gunnar Ingi segir að hann hafi séð bros leika um varir mannsins í fyrsta skipti, hann sá að vonarneisti hafði kviknað hjá manninum en fljótlega slokknaði sá vonarneisti þegar SÁÁ tilkynnti manninum að hann mætti ekki fara í meðferð því hann hafi farið svo oft og þyrfti að bíða í tíu mánuði.

Maðurinn fór heim og segir Gunnar Ingi að bæði hann og maðurinn hafi vitað hvað væri fram undan. Í gær kom Gunnar Ingi að manninum meðvitundarlausum eftir að hafa sprautað sig með Ajax hreinsiefni, daginn áður hafði Gunnar Ingi verið í heimsókn hjá honum og tekið við hann viðtal, sem var birt rétt í morgun.

Sjá einnig: Gunnar reiður út af máli karlmanns sem bíður eftir dauðanum: „Ég sagði: Nei, þessi maður er ekki að fara neitt“

Gunnar Ingi er maðurinn á bak við átakið Lífið á biðlista sem hefur vakið mikla athygli. Átakið er herferð gegn löngum biðlistum í meðferð og afvötnun. Næstu þættir frá Lífinu á biðlista koma út í apríl, hægt er að fylgjast með átakinu á FacebookInstagram og TikTok.

„Þessi maður mun ekki lifa af tíu mánaða bið“

Frænka mannsins hafði samband við Gunnar Inga fyrir rúmlega tveimur vikum í von um að fá hjálp. Gunnari Inga tókst að sannfæra manninn um að fara á sjúkrahús, en hann var með svo svæsna sýkingu í hendinni að hún var þreföld að stærð. Fyrst ætlaði læknirinn að senda manninn heim og láta hann mæta daglega til að fá sýklalyf í æð en Gunnar Ingi steig þá inn í aðstæðurnar og útskýrði ástandið fyrir lækninum. Maðurinn var í kjölfarið lagður inn og var á bráðamóttökunni í viku, síðan var hann lagður inn á fíknigeðdeild og þar fékk hann þær fréttir að hann gæti farið samdægurs inn á Vog. Klukkustund áður en hann átti að vera mættur á Vog fékk hann símtal þar sem honum var tilkynnt að hann mætti ekki koma þar sem hann hafði farið svo oft í meðferð áður. Hann þarf að bíða í tíu mánuði.

„Þessi maður er bara að fara beint heim að sprauta sig,“ sagði Gunnar Ingi um helgina, þegar maðurinn var sendur heim. Hann hafði því miður rétt fyrir sér og hefur ástandið aðeins versnað.

„Eftir að ég fór frá honum í gær sprautaði hann sig með hreinsiefninu úr Ajax brúsanum sem sést [í myndbandinu]. Ég kom að honum í dag þar sem hann lá kylliflatur á þessu borði,“ segir Gunnar Ingi.

Í samtali við DV segir Gunnar Ingi að maðurinn hafi verið fluttur á bráðamóttöku og sé núna á geðdeild. „Þessi maður mun ekki lifa af tíu mánaða bið.“

„Ég vildi að þið gætuð séð sársaukann og tárin í augum hans. Það er erfitt að skilja hann, því miður,“ segir Gunnar Ingi.

Átakanlegt viðtal

„Stundum er ég bara að stinga mig út um allt og tjékka. Hversu galið er þetta? Af hverju er ég ekki að hætta? Af hverju get ég ekki fokking hætt?“ segir maðurinn í viðtalinu.

„Þú ert alltaf að fá síðasta [skammtinn], það er málið, þú þarft alltaf að fá síðasta.“

Horfðu á viðtalið hér að neðan.

Gunnar Ingi birti viðtalið með samþykki mannsins og frænku hans, sem hafði upphaflega samband við Gunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“