fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Sérsveitaraðgerð um nótt í Reykjanesbæ

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 20. mars 2024 12:00

Mynd/Stefán

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Upp úr miðnætti fór fram lögregluaðgerð í Reykjanesbæ þar sem sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til aðstoðar Lögreglunni á Suðurnesjum. Samkvæmt heimildum DV var umræddri götu lokað í báða enda og lögreglumenn á vettvangi voru búnir skjöldum og hjálmum.

Samkvæmt heimildum DV var lögreglan kölluð til eftir að maður hafði uppi hótanir.

Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Suðurnesjum fylgdi tilkynningunni að umræddur aðili væri hugsanlega vopnaður. Tilkynningin hafi borist klukkan 23:22 í gærkvöldi og þegar slíkar tilkynningar berist sé farið eftir því verklagi að kalla eftir aðstoð sérsveitar ríkislögreglustjóra. Vinna á vettvangi hafi gengið vel, viðkomandi hafi verið handtekinn og málið sé til rannsóknar.

Samkvæmt heimildum DV var sjúkrabíll kallaður til og biðu sjúkraflutningamenn átekta, í bílnum, á meðan aðgerðin stóð yfir. Sjúkrabíllinn yfirgaf vettvanginn á undan lögreglumönnum og ekki er vitað hvort einhver einstaklingur hafi verið fluttur með honum.

Sérsveitin yfirgaf vettvanginn um klukkan 01:30 í nótt en ekki kemur fram í upplýsingunum frá Lögreglunni á Suðurnesjum um hvort staðfest sé að hinn handtekni hafi verið vopnaður og um hvers konar vopn hafi þá verið að ræða.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði