fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Frosti telur endalokin nálgast hjá Þorsteini sem leitar að milljónamæringi – „Hann virðist vera að fara yfir um“

Fókus
Miðvikudaginn 20. mars 2024 11:00

Frosti og Þorsteinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frosti Logason fjölmiðlamaður segist ekki vorkenna Þorsteini V. Einarssyni, kynjafræðingi, fyrir að vera útbrunninn og í leit að venjulegri vinnu.

Frosti tók mál Þorsteins fyrir og hegðun hans á samfélagsmiðlum undanfarnar vikur í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Harmageddon á streymisveitunni Brotkast.

Hann fer stuttlega yfir feril Þorsteins, vinsældir hans og atvikið sem hann segir hafa markað upphafið að endinum hjá Þorsteini, Bónussmálið svokallaða.

Fyrir jólin í fyrra gáfu Þorsteinn og eiginkona hans, Hulda Tölgyes, út bókina Þriðja vaktin. Þorsteinn var verulega ósáttur að Bónus hafi hafnað því að selja bókina og gagnrýndi starfsmann verslunarinnar opinberlega og hvatti fylgjendur sína að senda henni tölvupóst. Í kjölfarið bað hann umræddan starfsmann afsökunar.

Sjá einnig: Þorsteinn biður Ester afsökunar og segist vera karlremba

„Hann reyndar baðst afsökunar á þessu með þeim orðum að þetta væri auðvitað karlmennskan hans sem hafði brotist þarna út. Þetta var ekki Þorsteinn V. kynjafræðingurinn, heldur væri þetta helvítis karlmennskan sem hafði blossað þarna upp og hann þurfti að biðjast afsökunar á því, sagði hann í svona hæðnistón,“ segir Frosti um málið.

„Upp úr þessu virðist hafa byrjað að halla undan fæti hjá Þorsteini og hann hætti að fá gigg hjá Landspítalanum, þeir afþökkuðu frekari fyrirlestra um hversu viðbjóðsleg karlmennskan væri. Það fór að renna minni og minni peningur í kassann. Þá sáum við að hann var byrjaður að fara í smá herferð,“ segir Frosti og er að vísa í Instagram-færslu Karlmennskunnar sem var birt fyrir tveimur vikum.

Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki færsluna hér að neðan.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by karlmennskan (@karlmennskan)

„Við leitum að samfélagsþenkjandi milljónamæringum,“ kemur fram í færslunni.

„Takk kæru bakhjarlar. Við vitum svo sannarlega að fæst ykkar eru milljónamæringar – enda mörg sem hafa þurft að draga úr styrkjum tímabundið og hafið svo komið aftur. Algjörlega ómetanlegt.

Sum búa samt við slík fjárhagsleg forréttindi að þurfa aldrei að draga saman seglin eða velta fyrir sér hvort peningurinn dugi út mánuðinn.

Það væri óskandi ef slíkt fólk sæi ávinninginn sem verkefni eins og þetta (og mörg önnur) geta haft fyrir samfélagið. Þess vegna leitum við núna að milljónamæringum og bara ykkur sem hafið fjármagn aflögu, trúið á okkur Huldu og treystið.

Nánar á thridja.is/styrkja.“

„Við brennum ennþá bæði fyrir réttlæti og jafnrétti – og erum líka smá brennd“

Þorsteinn útskýrir þetta frekar í færslunni. „Við þökkum bakhjörlum fyrir stuðninginn við verkefni okkar Karlmennskan, Þriðja vaktin og @hylda.tolgyes.“

Þorsteinn segir bakhjarla stuðla að frekari bókaskrifum og þróun fræðsluefnis á samfélagsmiðlum. Áður var Þorsteinn í samstarfi við ýmis fyrirtæki en ekki lengur.

„Bara svo það komi skýrt fram þá mun hvorki þessi miðill né Huldu sálfræðings birta auglýsingar né tengjast vörumerkjum aftur. Við reiðum okkur alfarið á ykkur með að standa straum af því að halda úti fræðslu á samfélagsmiðlum.

Það tekur tíma og vinnu að miðla efni. Greina, beita þekkingu, skrifa kjarnyrt og skýrt og standa síðan undir allskonar skít í kjölfarið. Það er ekkert alltaf geggjað næs. En við brennum ennþá bæði fyrir réttlæti og jafnrétti – og erum líka smá brennd.

Þess vegna skiptir það okkur ótrúlega miklu máli að hafa bakland í bakhjörlum, sem að fenginni reynslu, eru oft að gefa umfram getu. Það væri gaman að sjá einhverja af milljónamæringum og sterk efnuðu fólki byggja undir samfélagsstarf eins og okkar.

Lang mest sem þið sjáið er unnið launalaust meðfram  og á milli verkefna sem eru launuð. Guð minn góður hvað við gætum gert miklu meira ef við hefðum meiri tíma aflögu til að skrifa, skapa, þróa og beita forréttindunum sem rödd okkar er.

Að þessu sögðu (eða skrifuðu) viljum við auðvitað frekar að fólk velji að styrkja fyrstu hjálp t.d. björgun Palestínufólks, ráðgjöf Samtakanna 78 og Hinsegin félagsmiðstöðina. En þið sem ekki þurfið að velja, við tökum ykkur fagnandi á thridja.is/styrkja.“

Þorsteinn segir að þau vilji ekki vera með áskrift því þau vilji ná til sem flestra. „Að auki trúum við á samhug og samfélagslega ábyrgð til að tryggja tilvist verkefna eins og okkar.“

Uppgjöf?

„Síðan sjáum við glitta í uppgjöfina,“ segir Frosti og er þá að vísa í nýja Twitter-færslu Þorsteins.

„Segjum sem svo að ég væri kominn með ógeð af því að díla við karlrembur og innilegt hatur. Og langaði í „venjulega“ vinnu – eruð þið með ábendingar? Er eitthvað í boði?

Frosti birtir einnig skjáskot af Instagram Story hjá Þorsteini. „Og á þessum nótum.. svona áður en ég brenni þetta skip. Vitið þið um laus störf fyrir útbrunninn brjálaðan kynjafræðing sem nennir ekki lengur að starfa við þetta umhverfi? Nei bara pæla…“

Skjáskot/Instagram

„Hann er greinilega að upplifa mikla fjárþurrð í þessu,“ segir Frosti.

Afhjúpaði gagnrýnendur

Frosti vekur athygli á frekari hegðun Þorsteins á samfélagsmiðlum undanfarið. Hann gagnrýnir kynjafræðinginn fyrir að „afhjúpa“ netverja sem hafa sett hláturstjákn (e. emoji) við færslur Þorsteins.

„Mitt guilty pleasure er að fara í gegnum prófæla hjá fólki sem skrifar skítakomment hjá mér eða setur hláturstjákn þegar ég er ekkert að vera fyndinn. Sjáið þið eitthvað þema?“ skrifaði Þorsteinn í Story og birti skjáupptöku af sér fara í gegnum Facebook-prófæla hjá fólki.

Fólk gagnrýndi Þorstein og sagði hann vera „toxic.“ Hann virðist ekki hafa tekið því alvarlega og birti sjálfur skjáskot af skilaboðunum sem hann fékk.

„Ekki fara á þeirra plan… Þetta er líka toxic,“ sagði einn.

„Vá, hvað þetta er barnalegt af þér að afhjúpa fólk svona með nafni. Það er eins og þú sért sextán ára stelpa sem fær að hafa þessa síðu,“ sagði annar.

Skjáskot/Instagram

Endalok Karlmennskunnar?

„Hann virðist vera að fara yfir um,“ segir Frosti.

„Ég hef smá áhyggjur af honum,“ skýtur framleiðandi Frosta inn í.

„Maður veit ekki alveg hvernig maður á að túlka þetta en það er hægt að lesa það á milli línanna að boðskapurinn, þessi um að allir karlmenn séu drullusokkar og að allar konur séu þar af leiðandi fórnarlömb, ekkert grátt svæði þar, það er eitthvað sem fólk hefur áttað sig á að hreinlega gengur ekki upp lengur og Karlmennskan [verkefnið] hefur misst flugið,“ segir Frosti.

„Þetta er eitthvað sem enginn mun sakna, nokkurn tímann.“

Frosti ræðir þetta nánar í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Pabbarnir eru nánast algjörlega fjarverandi“

„Pabbarnir eru nánast algjörlega fjarverandi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur segir valdeflandi að setja erfiðum fjölskyldumeðlimum skýr mörk

Ragnhildur segir valdeflandi að setja erfiðum fjölskyldumeðlimum skýr mörk
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalestin mun keyra sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í 30. skiptið

Jólalestin mun keyra sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í 30. skiptið