Sky News segir að krókódílinn, sem heitir Albert, sé 340 kíló og 3,4 metrar á lengd. Hann hafði aðgang að sundlaug í garðinum hjá eiganda sínum sem heitir Tony Cavallaro. Embættismenn segja að eigandinn hafi leyft fólki, þar á meðal börnum, að synda í lauginni með Albert sem er blindur og glímir við mænuvandamál.
Cavallaro hafði leyfði til að vera með Albert en það rann út 2021 og mátti hann því ekki vera með krókódílinn eftir það.
Embættismenn gripu til aðgerða á miðvikudaginn eftir að hafa komist að því að Cavallaro stofnaði almenningi í hættu með framferði sínu.
Cavallaro er ekki sáttur við aðgerðir yfirvalda og segist ætla að berjast fyrir því að fá Albert aftur enda hafi hann átt hann síðan á tíunda áratugnum.
Hann segist hafa komið fram við Albert eins og barn alla tíð og hann hafi aldrei stofnað neinum í hættu.
Albert er nú í umsjá yfirvalda sem leita nú að varanlegum dvalarstað fyrir hann.