fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Veiðimanninum brá mjög þegar hann sá tær standa út úr töskunni

Pressan
Miðvikudaginn 20. mars 2024 07:00

Christina Elizabeth Barber. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veiðimanni einum í Michigan í Bandaríkjunum brá mjög í brún þann 4. mars síðastliðinn þegar hann var við veiðar nærri Flint River. Hann fann þá tösku og sá fljótt að tær stóðu út úr henni.

Hann hringdi auðvitað í lögregluna sem kom fljótt á vettvang og rannsakaði töskuna. Í henni var lík Christina Elizabeth Barber, 48 ára. Lögreglan var þá þegar að rannsaka hvarf hennar eftir að samstarfsmaður hennar tilkynnti að hún hefði ekki skilað sér til vinnu eða svarað í síma í heila viku.

Eftir að lík hennar fannst var Christopher Astin Motry, 34 ára unnusti hennar, handtekinn. NBC 25 skýrir frá þessu.

Motry, sem er kvæntur, hefur verið ákærður fyrir morð af fyrstu gráðu, heimilisofbeldi, að hafa spillt sönnunargögnum og að hafa leynt andláti.

Þegar lögreglan rannsakaði mótelherbergi, sem Barber var með á leigu, í Flint fann hún marga blóðuga muni. Þar voru til dæmis blóðug dýna, á henni var einnig kattaskítur sem og á gólfinu. Blóðug lök voru einnig við rúmið og blóðblettir á gólfi og veggjum.

Á upptökum úr eftirlitsmyndavélum sáust Barber og Motry koma saman á mótelið þann 28. febrúar. Daginn eftir yfirgaf Motry herbergið með eitthvað sem „virðist hafa verið lík í plastpoka“ og hafi sett það í bílinn sinn.

Saksóknari segir að samband Barber og Motry hafi átt í stormasömu sambandi  og hafi Motry ítrekað hótað að drepa hana. Hann er í gæsluvarðhaldi og getur ekki fengið lausn gegn greiðslu tryggingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu