fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Hareide biðst afsökunar vegna ummæla um mál Alberts – „Alls ekki ætlun mín að særa eða móðga neinn“

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 19. mars 2024 17:56

Age Hareide landsliðsþjálfari. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, hefur sent frá sér afsökunarbeiðni vegna ummæla hans á blaðamannafundi á föstudag.

Ummælin snúa að Alberti Guðmundssyni landsliðsmanni. Hareide mátti velja Albert á ný þar sem mál gegn honum var fellt niður. Konan sem kærði Albert fyrir kynferðisbrot hafði rétt á að áfrýja niðurstöðunni og á föstudag var Hareide spurður út í þennan möguleika.

„Það væri synd fyrir Ísland og Albert,“ sagði Hareide á föstudag.

Meira
Konan kærir niðurfellingu en Albert verður ekki tekinn úr landsliðinu – Vill afsökunarbeiðni eftir ummæli Hareide

Konan hefur nú áfrýjað og lögmaður hennar, Eva Bryndís Helgadóttir, gagnrýndi Hareide harðlega fyrir ummælin og sagði þau verulega ósmekkleg og í raun siðferðislega ámæliverð. Hann væri að egna þjóðina gegn umbjóðenda hennar sem væri að fara lögformlegar leiðir til að ná fram réttlæti vegna misbeitingar sem hún varð fyrir.

„Varðandi ummæli sem voru höfð eftir mér á blaðamannafundi síðastliðinn föstudag, varðandi reglur um val á leikmönnum í íslenska landsliðið, þá vil ég gjarnan skýra að ég átti aðeins við að sem knattspyrnuþjálfari vil ég auðvitað geta valið bestu leikmennina hverju sinni. Það hefur ekki alltaf verið hægt. Þá vil ég líka nefna að ég var alveg skýr á blaðamannafundinum með það að reglurnar eru eins og þær eru, og að ég myndi virða þær reglur. Ég biðst afsökunar á að hafa valdið misskilningi varðandi þetta, enda var það alls ekki ætlun mín að særa eða móðga neinn,“ segir í yfirlýsingu Hareide.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Var hvorki fullur né dópaður

Var hvorki fullur né dópaður
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ratcliffe að breytast í Grinch í huga starfsmanna United – Ekkert jólahlaðborð og sker niður hressilega í jólagjöf

Ratcliffe að breytast í Grinch í huga starfsmanna United – Ekkert jólahlaðborð og sker niður hressilega í jólagjöf
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mourinho aftur í ensku úrvalsdeildina?

Mourinho aftur í ensku úrvalsdeildina?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Nýtt nafn í umræðuna um næsta landsliðsþjálfara Íslands

Nýtt nafn í umræðuna um næsta landsliðsþjálfara Íslands
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Telur að Trent verði áfram hjá Liverpool ef þetta gerist

Telur að Trent verði áfram hjá Liverpool ef þetta gerist