Kobbie Mainoo miðjumaður Manchester United hefur verið kallaður inn í enska A-landsliðið eftir frammistöðu sína gegn Liverpool í enska bikarnu má sunnudag.
Þessi 18 ára miðjumaður var ekki valinn í hópinn til að byrja með en átti að fara í verkefni með U21 árs landsliðinu.
Gareth Southgate hefur ákveðið að kalla Mainoo inn í hópinn og sjá hvort hann geti komið að notum á Evrópumótinu í sumar.
Mainoo verður með í æfingaleikjum gegn Brasilíu og Belgíu sem báðir fara fram á Wembley.
Mainoo hefur verið í mjög stóru hlutverki hjá Manchester United undanfarnar vikur og fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína.