David Gallagher var ein skærasta stjarna tíunda áratugarins. Hann fór með hlutverk Simon Camden í vinsælu dramaþáttunum 7th Heaven. Margir muna einnig eftir honum í myndinni Looks Who‘s Talking Now.
Fyrsti þáttur af 7th Heaven fór í loftið árið 1996 og sá síðasti tíu árum seinna. Það er við því að búast að stjörnur þáttarins hafi breyst.
Það mætti eiginlega segja að Gallagher sé óþekkjanlegur, eða það sögðu aðdáendur sem sáu hann á 90‘s Con síðustu helgi.
Gallagher, 39 ára, sagði í samtali við The Sun að hann væri hættur að leika og væri heimavinnandi húsfaðir. Hann á sex ára dóttur.