fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Dómur fallinn í máli móður sem skildi dóttur sína eftir í leikgrind í tíu daga

Pressan
Þriðjudaginn 19. mars 2024 15:30

Kristel Candelario. Mynd: Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristel Candelario, 32 ára kona í Ohio í Bandaríkjunum, hefur verið dæmd í ævilangt fangelsi fyrir að verða 16 mánaða dóttur sinni að bana.

Kristel fór í frí til Púertó Ríkó í júní á síðasta ári og skildi dóttur sína eftir í leikgrind heima hjá sér. Dóttirin, Joilyn, var látin þegar hún kom aftur. Leiddi krufning í ljós að hún hafði dáið úr hungri og alvarlegum vökvaskorti.

Kristel var dæmd í ævilangt fangelsi og á hún enga möguleika á að fá reynslulausn.

Lögreglumenn og aðrir viðbragðsaðilar sem komu að málinu báru vitni í tilfinningaþrungnum réttarhöldum þar sem ljósi var varpað á þá martröð sem stúlkan upplifði sína síðustu daga.

Verjendur Kristel reyndu að færa rök fyrir því að hún hefði ekki verið ábyrg gjörða sinna þegar hún yfirgaf dóttur sína. Hún hafi verið sett á þunglyndislyf í fyrra eftir hafa reynt að skaða sig en hætt á lyfjunum án þess að draga hægt og rólega úr notkuninni, en slíkt geti valdið alvarlegu bakslagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu