fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fréttir

Ómar ofrukkaði konu um tæpa hálfa milljón og þarf að borga það til baka

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 19. mars 2024 10:07

Ómar R. Valdimarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögmaðurinn Ómar R. Valdimarsson og stofa hans, Esja legal ehf. þurfa að greiða konu tæpar 500 þúsund krónur eftir að hann áskildi sér hærra endurgjald fyrir þjónustu sína, en hæfilegt þótti. Þetta kemur fram í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 14. mars sl.

Frétt kom upp um ofrukkun

Um er að ræða unga konu sem lenti í umferðarslysi árið 2020. Hún leitaði í kjölfarið til Ómars hjá Esja Legal og veitti honum umboð til að innheimta fyrir sig bætur til tryggingafélags. Tæpum tveimur árum síðar, 2022, skrifaði Ómar undir fullnaðaruppgjör við Vátryggingafélag Íslands. Heildarbætur námu um 4,4 milljónum og þar af voru 356 þúsund krónur að viðbættum virðisaukaskatti vegna lögmannskostnaðar.

Ómar greiddi konunni svo bæturnar en dró frá rétt rúma 1,1 milljón sem hann reiknaði sér í þóknun. Konan fékk því um 3,3 milljónir í sinn hlut. Árið 2023 las konan í fréttum að úrskurðarnefnd lögmanna hafi gert Ómari að greiða hluta endurgjalds til skjólstæðings þar sem Ómar hefði reiknað sér meira en 75 prósent álag á þóknun tryggingarfélags.

Konan sá að það sama ætti við um hennar mál og fékk lögmann til að senda Ómari innheimtuviðvörun. Þar krafðist konan þess að fá endurgreidda þóknun sem Ómar hafði reiknað sér umfram 75 prósent álag á lögmannskostnaðinn sem Vátryggingafélag Íslands greiddi. Um var að ræða 490 þúsund krónur.

Svaraði Ómar innheimtutilraunum konunnar með því að krefja nýjan lögmann hennar um umboð. Slíku umboði var þó ekki framvísað fyrr en málið var rekið fyrir dómstólum. Kröfðust Ómar og Esja legal þess því fyrir dómi að vera sýknuð af kröfu um dráttarbætur, enda yrði þeim ekki kennt um drátt. Þau hafi ekki deilt um höfuðstól kröfunnar, en hvorki fengið sönnun á umboði frá lögmanni konunnar né upplýsingar um reikningsnúmer. Þar með væri ekki um greiðsludrátt að ræða heldur viðtökudrátt. Eins sé ekki hægt að krefjast dráttarvaxta frá því að bætur voru greiddar til konunnar þar sem hún hafi ekki mótmælt áskildu endurgjaldi Ómars fyrr en rúmu ári síðar.

Eins hafnaði Ómar því að þurfa að greiða málskostnað í málinu þar sem málið væri höfðað af þarflausu og án tilefnis, enda hafi hann fallist á að greiða höfuðstól kröfunnar „en vegna þrákelkni lögmanns hennar hafi þeim reynst það ómögulegt,“ segir í dómi.

Málið þurfti ekki að fara fyrir dóm

Dómari í málinu rakti að óumdeilt væri að Ómari og Esju legal bæri að gera upp höfuðstól kröfunnar, 490 þúsund krónur. Hins vegar sé ekki hægt að krefjast dráttarvaxta fyrr en eftir að skorað hafi verið á Ómar að greiða kröfuna. Þar með bæri að greiða dráttarvexti frá júlí 2023.

Eins taldi dómari að ekki yrði séð af samskiptum Ómars og lögmanns konunnar, að Ómar hafi óskað eftir reikningsnúmeri. Eins hafi Ómar greitt bæturnar á sínum tíma inn á reikning konunnar og hljóti því að hafa haft þessar upplýsingar sjálfur. Það væri þó rétt að lögmaður konunnar hafi ekki brugðist við áskorunum um að afhenda umboð sitt, en það jafngildi ekki viðtökudrætti.

Því þurfa Ómar og Esja legal að greiða 490 þúsund krónur auk dráttarvaxta frá og með 20. júlí 2023 til greiðsludags. Málskostnaður fellur þó niður þar sem dómari taldi að máli þessu hefði mátt ljúka með einföldum hætti, án málsóknar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar
Fréttir
Í gær

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“