fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Taldi Frey klikkaðan að taka við – „Ég vona að það sé bara tímabundin gleði“

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 19. mars 2024 08:30

Mynd: Lyngby

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Búdapest

Landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason er, eftir landsleikjahlé sem nú stendur yfir, á leið í fjögurra liða umspil með félagi sínu, Eupen, um að forðast fall úr belgísku úrvalsdeildinni. Þar er einnig Freyr Alexandersson með sína menn í Kortijk.

„Hann hefur byrjað allt of vel fyrir minn smekk,“ sagði Alfreð léttur í bragði um gengi Freys eftir hann tók við Kortijk. Freyr er búinn að snúa við gengi liðsins og gefa stuðningsmönnum von um að halda sér uppi frá því hann tók við á miðju tímabili.

„Mér fannst hann svolítið klikkaður að taka þetta starf því þeir voru nánast fallnir. Það var enginn að búast við neinu en hann hefur svo sannarlega náð að snúa þessu við. Hann er búinn að koma stöðugleika á vörnina hjá þeim og halda mikið hreinu. Þá muntu pikka upp stig.

Manni finnst leikmenn þeirra núna hafa trú á þessu. En ég vona að það sé bara tímabundin gleði og að það snúist við.“

Alfreð og Freyr þekkjast vel, unnu saman hjá íslenska landsliðinu og Lyngby.

„Ég þekki Frey vel og óska honum alls hins besta. Það er erfitt að vera í beinni samkeppni við hann á þessu augnabliki.“

Ítarlegt viðtal við Alfreð má nálgast í spilaranum. Rætt var við hann eftir landsliðsæfingu Íslands hér í Búdapest í gær.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Er hann besti leikmaður úrvalsdeildarinnar? – ,,Eins og hann sé í fótbolta með vinum sínum“

Er hann besti leikmaður úrvalsdeildarinnar? – ,,Eins og hann sé í fótbolta með vinum sínum“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Hlær að sögusögnunum um Manchester United

Hlær að sögusögnunum um Manchester United
433Sport
Í gær

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna
433Sport
Í gær

Sláandi tölfræði Haaland vekur athygli

Sláandi tölfræði Haaland vekur athygli
Hide picture