fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Liverpool hefur ekki viljað tjá sig um framkomu Klopp

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 19. mars 2024 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enskir fjölmiðlar hafa reynt að fá forráðamenn Liverpool til að tjá sig um hegðun Jurgen Klopp á sunnudag en það án árangurs.

Mikið er fjallað um viðtal sem Klopp fór í hjá Viaplay eftir tapleik gegn Manchester United í enska bikarnum. Klopp var verulega ósáttur með spurningar sem hann fékk þar.

Enska félagð hefur hins vegar ekki viljað ræða það hvort framkoma Klopp hafi verið dónaleg eða ekki.

Niels Christian Fredericksen fréttamaður hjá Viaplay í Danmörku segir að Jurgen Klopp hafi gólað og gargað á sig eftir að slökkt var á myndavélum í gær.

Klopp var verulega óhress með spurningar Fredericksen eftir tap geng Manchester United í fyrradag.

„Ég var virkilega hissa,“ segir Fredericksen við Tipsbladet.

Klopp fór í viðtal við Viaplay í Danmörku þar sem hann var spurður út í það af hverju lið hans hefði orðið kraftlaust í framlengingu leiksins.

Klopp ræddi þá um það að Liverpool hefði spilað talsvert fleiri leiki en erkifjendur sínir undanfarið. United vann 4-3 sigur í framlengingu.

Fréttamaðurinn spurði þá hvort leikirnir væru hreinlega of margir, Klopp nennti ekki að svara því og labbaði úr viðtalinu.

„Þú ert ekki í þínu besta formi og ég er ekki í skapi fyrir þig,“ sagði Klopp og gekk úr viðtalinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tuchel ætlar ekki að breyta til

Tuchel ætlar ekki að breyta til
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina
433Sport
Í gær

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu
433Sport
Í gær

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna