fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Obama segir þetta uppskrift að hörmungum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 19. mars 2024 22:00

Obama hjónin

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn kom Barack Obama, fyrrum Bandaríkjaforseti, til Næstved í Danmörku þar sem hann kom fram á umræðukvöldi þar sem hann ræddi við fundarstjórann og svaraði spurningum úr sal. Hann kom inn á eitt og annað, þar á meðal atriði sem hann telur uppskrift að hörmunum.

Þegar hann var spurður hver sé stærsta áskorunin sem Bandaríkin standa frammi fyrir núna sagði hann: „Hmm . . . það eru kosningar fram undan. Þær eru mjög mikilvægar en ég ætla ekki að ræða þær hér. Ég held að við getum gengið út frá því að áheyrendur viti hvar ég stend í þeim efnum.“

TV2 segir að Obama hafi algjörlega sleppt því að nefna Donald Trump með nafni en hins vegar hafi nafn Vladímír Pútín nokkrum sinnum verið nefnt þegar Obama ræddi um stærstu áskoranir Bandaríkjanna og heimsins nú. Hann nefndi aðallega ógnina sem steðjar að lýðræðinu núna.

Hann ræddi um heimsbyggðina, aðallega Vesturlönd, sem höfðu þar til fyrir um 10 árum síðan sömu hugmyndir um réttarríkið, mannréttindi og frjálsar kosningar og skipti þá engu hvort fólk tilheyrði vinstri- eða hægri vængnum.

„Þá var almenn samstaða um ytri ramma þess hvernig við lifðum saman en í dag eru einstaklingar, bæði í Bandaríkjunum og Evrópu, sem í sífellt meiri mæli fara út fyrir þennan ramma og vilja gera hvað sem er til að komast til valda. Öfgafyllsta dæmið er land eins og Rússland Pútíns sem gengur gegn hugmyndinni um að það sé þess virði að varðveita lýðræðið. Meira að segja í Bandaríkjunum og hlutum Evrópu er þetta svolítið sem veldur vaxandi áhyggjum hjá mér,“ sagði hann.

Önnur stór áskorun sem hann nefndi er uppskrift að hörmungum að hans mati og koma fjölmiðlar og upplýsingastreymi þar við sögu.

Hann sagði að þegar hann var að alast upp hafi verið þrjár stórar sjónvarpsstöðvar og nokkrar útvarpsstöðvar. Þetta hafi ekki verið fullkomið og því hafi farið fjarri að öll sjónarmið hafi fengið rými í fréttaflutningi, og þá alls ekki sjónarmið svartra. En hins vegar hafi allir fengið fréttirnar frá sama staðnum. „Þú hafðir að minnsta kosti sameiginlega sögu og sameiginlegan skilning á staðreyndum. Við gátum rætt um Víetnamstríðið sem dæmi og mikill hiti var í umræðunni en enginn dró í efa að við vorum í stríði í Víetnam,“ sagði hann.

Hann sagði síðan að það valdi honum miklum áhyggjur að meirihluti ungu kynslóðarinnar fái fréttirnar úr farsímum sínum og endalausum flettingum á samfélagsmiðlum. „Þetta er uppskrift að hörmungum,“ sagði hann og bætti við að það geri vandann enn meiri að áróðursmeistarar um allan heim reyni að troða fölsum boðskap sínum ofan í heimsbyggðina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“