fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Ný taktík Úkraínumanna – Þetta er draumaskotmark þeirra

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 19. mars 2024 04:33

Ein af gasleiðslunum í Yamal Cross. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þú hefur líklega aldrei heyrt um þennan stað en í hinum síbíríska hluta Rússlands er staður sem er eitt heitasta umræðuefni úkraínskra herbloggara þessa dagana.

Ástæðan er ný taktík Úkraínumanna í stríðinu við rússneska innrásarherinn og sú staðreynd að fyrrgreindur staður, sem heitir Yamal Cross, gæti verið sannkallað draumaskotmark fyrir úkraínska herinn.

Yamal Cross er ekki beint í alfaraleið eða um 3.000 km austan við Moskvu. Það tekur um 45 klukkustundir að aka þangað frá höfuðborginni. Þetta er sem sagt mjög langt frá þeim hluta Rússlands sem flestir Evrópubúar þekkja.

En samt sem áður hlýtur þetta að vera staður sem yfirmenn úkraínska hersins eiga sér heitan draum um að gera árás á. Ástæðan er að í Yamal Cross tengist meirihluti rússneskra gasleiðslna saman eða allt að 85% þeirra að sögn úkraínskra herbloggara.

Þetta væri því upplagt ofurskotmark í þeirri taktík sem Úkraínumenn beita núna en hún er að ráðast á rússneska olíu- og gasinnviði.

Á síðustu mánuðum hafa þeir gert fjölda árása á rússneskar olíuvinnslustöðvar og hafa notað dróna við þær.

Markmiðið með þessum árásum er að veikja getu Rússa til stríðsreksturs og um leið efnahag þeirra því gas er stærsta útflutningsvara þeirra.

En það er um langan veg að fara frá landamærum Úkraínu og Rússlands til Yamal Cross eða 3.800 kílómetrar. Úkraínumönnum hefur fram að þessu tekist að gera árás á St Pétursborg, sem er um 1.300 kílómetra frá úkraínsku landamærunum, en fjær heimalandi sínu hafa þeir ekki getað gert árásir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“