fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Ísak bjartsýnn og nefnir af hverju – „Hjálpar mjög mikið“

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 18. mars 2024 20:00

Mynd/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Búdapest

Ísak Bergmann Jóhannsson landsliðsmaður telur íslenska liðið eiga góða möguleika gegn Ísrael í leik liðanna á fimmtudag. Liðin mætast í undanúrslitum umspils um sæti á EM.

„Við hlökkum mikið til. Við spiluðum tvisvar við Ísrael í Þjóðadeildinni 2022 og ég tel möguleikana góða,“ sagði Ísak eftir æfingu landsliðsins í kvöld.

Var hann spurður nánar út í þessa tvo leiki árið 2022.

„Þá voru það bara við pjakkarnir. Nú erum við með Jóa, Alfreð, Gulla, Sverri. Bara fullt af landsleikjum. Við gátum alveg unnið Ísrael þá og nú erum við með reynslumeiri leikmenn, sem hjálpar mjög mikið.

Við höfum ekkert farið yfir þá (Ísrael) hérna en gerum það í kvöld eða á morgun. Þeir eru með mjög gott lið eins og flest lið sem eru á þessum stað núna, en mér finnst við vera með betra lið.“

Sem fyrr segir er Ísak fullur sjálfstrausts fyrir leikinn.

„Þetta snýst svolítið mikið um að halda markinu okkar hreinu en svo skorum við alltaf held ég.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Neyðarlegt atvik á æfingu City sem var í beinni útsendingu – Stjörnur liðsins gerðu allar í brækurnar

Neyðarlegt atvik á æfingu City sem var í beinni útsendingu – Stjörnur liðsins gerðu allar í brækurnar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Tveir heimsfrægir menn gómaðir fullir og graðir að spjalla við fyrirsætu á Skype – Öllu var lekið út

Tveir heimsfrægir menn gómaðir fullir og graðir að spjalla við fyrirsætu á Skype – Öllu var lekið út
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arsenal í stuði en hörmungar City halda áfram í Meistaradeildinni – Barcelona í gír

Arsenal í stuði en hörmungar City halda áfram í Meistaradeildinni – Barcelona í gír
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool að gefast upp á Nunez – Hann svarar fyrir sig með færslu

Stuðningsmenn Liverpool að gefast upp á Nunez – Hann svarar fyrir sig með færslu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Róbert Wessman uppljóstrar því hvað hann hefur sett í KR síðustu ár – Ótrúleg upphæð

Róbert Wessman uppljóstrar því hvað hann hefur sett í KR síðustu ár – Ótrúleg upphæð
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

United hendir í útsölu í janúar – Hellingur af leikmönnum sem má fara

United hendir í útsölu í janúar – Hellingur af leikmönnum sem má fara
433Sport
Í gær

Gunnar og Gylfi í áhugaverðum störfum í Evrópu í vikunni – Gylfi verður í London í kvöld

Gunnar og Gylfi í áhugaverðum störfum í Evrópu í vikunni – Gylfi verður í London í kvöld
433Sport
Í gær

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker