Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Búdapest
Ellefu leikmenn tóku þátt í æfingu íslenska karlalandsliðsins, sem kom saman í Búdapest í kvöld. Liðið undirbýr sig fyrir gríðarlega mikilvægan umspilsleik við Ísrael hér í borg á fimmtudag.
Alls eru 24 leikmenn í hópi Age Hareide en ellefu æfðu í dag. Fyrsta alvöru æfingin fer svo fram á morgun með hópnum í heild.
Sem fyrr segir mætir Ísland Ísrael á fimmtudag en um undanúrslitaleik í umspili um sæti á EM er að ræða. Sigurvegarinn mætir Úkraínu eða Póllandi í hreinum úrslitaleik um sæti á mótinu í næstu viku.
Eftirfarandi leikmenn æfðu í dag
Patrik Sigurður Gunnarsson
Hákon Rafn Valdimarsson
Elías Rafn Ólafsson
Jóhann Berg Guðmundsson
Alfreð Finnbogason
Willum Þór Willumsson
Guðmundur Þórarinsson
Ísak Bergmann Jóhannesson
Hjörtur Hermannsson
Alfons Sampsted
Mikael Egill Ellertsson