fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir hnífstungu í Grafarholti

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 18. mars 2024 18:29

Grafarholt og Úlfarsárdalur - Mynd: Reykjavíkurborg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvítugur maður að nafni Jaguar Do var á föstudag sakfelldur fyrir hnífstungu í Grafarholti föstudagsmorguninn 24. nóvember 2023.

Málið vakti óhug á sínum tíma en DV greindi fyrst frá árásinni nokkrum klukkustundum eftir atburðinn. Var töluverður viðbúnaður lögreglu á vettvangi og meðal annars einni götu lokað, Reynisvatnsás.

Í ákæru héraðssaksóknara kom fram að hinn ákærði hafi ráðist á þolandann, sem einnig er karlmaður, fyrir utan íbúð og síðan elt hann uppi þegar hann hljóp í burtu og stungið hann margsinnis með hníf.

Voru afleiðingarnar þær að þolandinn hlaut 2-2,5 sentímetra stungusár aftanvert á vinstri brjóstkassa yfir herðablaði. Einnig 2,5 sentímetra stungusár framanvert á hægri brjóstkassa og síðu yfir rifjabarðinu skáhallt niður frá geirvörtu og beint neðan undan fremri fellingu holhandar (handarkrika) yfir lifrarsvæði. Þriðji skurðurinn var djúpur neðanvert á vinstri framhandlegg niður undan olnboga og fór að hluta til í gegnum sinar og sinafell þannig að réttisin olnboga var tekin í sundur að hluta og djúpt inn í vöðvann. Loks hlaut þolandinn skurð á vinstri baugfingri þar sem stór hluti gómsins skarst af lófamegin.

DV greindi einni frá því þann 15. febrúar síðastliðinn, og byggið á gæsluvarðhaldsúrskurði yfir árásarmanninum, að lögreglukona á frívakt hefði orðið vitni að atvikinu og tekið ljósmyndir af því. Segir svo frá því í úrskurðinum:

„Að morgni föstudagsins 24. nóvember sl. bárust lögreglu upplýsingar um  að  brotaþoli  hafi  komið  á  slysadeild  með  leigubifreið  með  stungusár.  Þá  fékk  lögregla  einnig  þær  upplýsingar að lögreglukona á frívakt hafi orðið vitni að árásinni. Samkvæmt framburði lögreglukonunnar  var hún að aka út af bifreiðastæði við  […], þegar hún sá þrjá menn veitast að manni sem lá á miðri götunni við […] og […]. Hún ók upp að þeim og hafði afskipti af þeim og létu mennirnir þá af háttseminni. Lýsti hún mönnunum þannig að einn hafi verið lágvaxinn og af asísku bergi brotinn, annar var hávaxinn með svarta  eyrnalokka  og  sá  þriðji  var  í  áberandi  hvítum,  svörtum  og  grængulum  jakka.  Hún  tilkynnti mönnunum að hún væri lögreglumaður og ætlaði að tilkynna  málið, en þá hljóp sá lágvaxni af vettvangi, en hún náði ljósmynd af hinum tveimur.“

Einnig kemur fram í úrskurðinum að árásarþolinn fór á bráðamóttökuna með leigubíl sem hann hafði hringt á og var gert að sárum hans. Var hann með um tveggja og hálfssentimetra djúpt stungusár á vinstri síðu yfir rifjabarði skáhalt niður að geirvörtu yfir brjóstholi.

Nokkrar manneskjur voru handteknar í kjölfar atburðarins en þeim var síðan öllum sleppt fyrir utan tvo grunaða í málinu. Annar þeirra, Jaguar, játaði á sig árásina. Hann hefur lýsti þvví í yfirheyrslum lögreglu að brotaþoli hafi komið í samkvæmi til að selja kókaín. Sagðist hann hafa kvartað undan því að efnið væri ekki gott og í kjölfarið fóru þeir að rífast. Átökin mögnuðust síðan og lauk með fyrrgreindum hætti.

Töldu möguleika vera á falskri játningu

Sem fyrr segir játaði ákærði verknaðinn í yfirheyrslum lögreglu eftir atvikið. Fyrir dómi neitaði hann sök eins en játaði þó að hafa viðhaft þá háttsemi sem lýst er í ákæru. Hins vegar hljóðar ákæran upp á tilraun til manndráps og neitar ákærði því.

Verjandi mannsins kom með ábendingu um að dómurinn kannaði hvort játningin hefði verið fölsk að hluta eða öllu leyti. Þess skal getið að ekki fór fram DNA-rannsókn á hníf sem haldlagður var við rannsókn málsins og lagði ákæruvaldið til grundvallar að vopnið sem beitt var í árásinni hefði ekki fundist. Ákæruvaldið tók ekki undir ábendingu um könnun á falskri játningu og sagði málshöfðunina gegn manninum reista á traustum grundvelli. Dómari féllst ekki á að ástæða væri til að ætla að játning mannsins hefði verið fölsk en aðstæður voru þannig að möguleiki var á því að annar aðili hefði framið árásina. Hinn ákærði og aðrir sem voru handteknir vegna árásarinnar höfðu tækifæri til að ráða ráðum sínum um atvikin því handtökur áttu sér ekki stað fyrr en tveimur sólarhringum eftir árásina. Dómari taldi hins vegar ekkert hafa komið fram sem benti til að maðurinn hefði verið látinn taka á sig sök auk þess sem játning hans færi saman við fyrstu frásögn brotaþolans af atvikinu.

Hrein sakaskrá og veik félagsleg staða

Við ákvörðun refsingar var litið til þess að hinn ákærði væri ekki í sterkri félagslegri stöðu. Skólaganga hans eftir grunnskóla er takmörkuð og býr hann á heimili móður ásamt systkinum, að því er kemur fram í dómnum. Einnig var metið til refsilækkunar að samkvæmt sakavottorði hefur hann ekki áður gerst brotlegur við lög, sem og að maðurinn játaði sekt að hluta.

Var niðurstaðan tveggja ára fangelsi. Hann var einnig dæmdur til að greiða brotaþolanum 1,5 milljónir króna í miskabætur.

Dóminn má lesa hér.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu