fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Orðið á götunni: Armslengd Sjálfstæðisflokksins

Eyjan
Mánudaginn 18. mars 2024 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hafi hlaupið á sig er hún lýsti því yfir á facebook að ekki verði af kaupum Landsbankans á tryggingafélaginu TM af Kviku banka með sínu samþykki nema með í pakkanum fylgi sala á hlut ríkisins í Landsbankanum.

Katrín Jakobsdóttir hefur þegar sagt á Alþingi, í kjölfar facebook færslu fjármálaráðherra, að hún muni ekki taka þátt í því að selja Landsbankann. Því virðist enn eitt vandræðamálið komið upp hjá ríkisstjórninni.

Einnig er til apparat sem heitir Bankasýsla ríkisins. Henni er ætlað að framfylgja eigendastefnu ríkisins og fara með eignarhluti ríkisins í bönkunum til að tryggja að fjármálaráðherra sé í fullri armslengd frá rekstri og ákvarðanatöku í bönkunum og ráðstöfun hlutafjár ríkisins í þeim.

Orðið á götunni er að armslengdarreglunni hafi einmitt verið komið á vegna þess að hætta sé á hagsmunaárekstrum þar sem líkur eru á að fjármálaráðherra hverju sinni hafi margvísleg tengsl inn í fjármálalífið, svo sem dæmin hafa staðfest.

Orðið á götunni er að sé stjórn og stjórnendum Landsbankanum það ekki í sjálfsvald sett að kaupa TM heyri það mál undir Bankasýsluna og ráðherra hafi ekki heimild til að skipta sér af því með beinum hætti.

Þótt færsla ráðherra á facebook kunni að fela í sér yfirlýsingu um brot á lögum og valdi óyggjandi úlfúð í ríkisstjórninni fellur færslan sjálfstæðismönnum vel í geð, enda telja þeir óhæft að ríkisbankinn sé að færa tryggingastarfsemi, sem hingað til hefur verið innan einkageirans, undir ríkið. Þá er einnig velt upp þeirri spurningu hvort Bankasýslan hafi í þessu máli staðið sig í stykkinu við að framfylgja eigendastefnu ríkisins gagnvart Landsbankanum.

Orðið á götunni er að takist fjármálaráðherra að stöðva kaup Landsbankans á TM sé það til merkis um að armslengdin hafi styst mjög og spurning hreinlega hvort hún sé nokkuð til staðar þrátt fyrir skýrar reglur og fögur orð. Dæmin sýni að mögulega hafi armslengdin aldrei verið nein þegar kemur að afskiptum fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins af rekstri bankanna. Sérstaklega er vísað til orðróms um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið lánskjör í Landsbankanum sem fáum ef nokkrum öðrum viðskiptavinum bankans bjóðist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka