fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Túristarnir trúðu ekki eigin augum – „Holy shit“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 18. mars 2024 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferðamenn sem þurftu að rýma Bláa lónið trúðu vart sínum eigin augum þegar þeir fóru út fyrir hússins dyr á laugardagskvöldið, rétt eftir að enn eitt eldgosið hófst á Reykjanesskaga.

Meðfylgjandi myndband birtist á YouTube í gærkvöldi en á því má sjá hvað blasti við ferðamönnum þegar þeir yfirgáfu hótelið í flýti. Í myndbandinu heyrist líka vel í háværum viðvörunarflautum sem ómuðu um svæðið. „Holy shit,“ heyrist í einum í hópnum.

Ferðamaður sem var á Silica-hótelinu í Bláa lóninu þegar gosið hófst lýsir því í færslu á Reddit að hann hafi verið að borða kvöldmat ásamt fjölskyldu sinni þegar ósköpin byrjuðu.

Lýsir ferðamaðurinn því að ljósin í salnum hafi skyndilega byrjað að blikka. „Svo kom viðvörunarhljóðið og þetta var svona blanda af yfirvegun og panikki sem tók við,“ segir viðkomandi.

„Við drifum okkur inn í herbergi og tókum dótið okkar saman á meðan starfsfólk hljóp á milli herbergja til að koma fólki í lobbíið. Þegar við komum út tók á móti okkur blóðrauður himinn og reykur yfir öllu svæðinu. Maður heyrði í drununum í gosinu. Allt í allt tók þetta um 20 mínútur að koma öllum út af svæðinu til Reykjavíkur þar sem við fengum að fara á annað hótel.


                                                
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Í gær

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks